Monday, December 16, 2013

Thunder Roard!


Ég hef ekki getað haldið utan um dagana undanfarið þeir líða allt of hratt. Þegar maður tekur ákvörðun um að vera í námi, vinnu, crossfit og bara almennt að eiga sér líf, endar eitthvað með að sitja á hakanum. Ég finn að ég er ekki alveg sátt við það. En hey! Svo lengi lærir sem lifir. Ég tók þessari áskorun og nú er bara að halla sér aftur anda léttar og endurhugsa stöðuna.

Kvöld lestur, te, döðlur og kertaljós.

Núna er desember vel hálfnaður, ég að byrja að huga að gjöfum og jólastússi. Ég hlakka alveg mikið til að njóta jóladaganna. Ég hlakka til að fara inn í þennan tíma, gera upp þetta ár og setja mér ný markmið fyrir það næsta. Ég er staðráðin í að gera eitthvað skemmtilegt við þetta blogg. Finn mig langar til þess, gera eitthvað skemmtilegt úr því. Svo er fleiri hlutir sem ég ætla mér að setja meiri fókus á. Stundum er nauðsynlegt að taka eitt skref aftur til að geta svo tekið stórt stökk áfram. Ég ætla mér að taka stórt stökk inn í 2014. 

Já svo endaði þetta stundum með Snikersi, úff!

En hvað með það. Næstu dagar fara í að undirbúa jólin. Svo er það bara einn tveir og.......





Sunday, November 10, 2013


Í dag hef ég verð í brjálaðri baráttu við sjálfa mig. Fyrsti vetrarstormurinn og ég er alveg í takt við það. Mig hefur helst langað til að leggjast upp i sófa og prjóna, lesa góða bók og borða súkkulaði. Það er komið þetta tímabil á önninni þar sem að maður fer að efast um sjálfa sig og hversu gáfulegt það er að vera í þessu námi. En svo heldur maður bara áfram. Tekur þetta á gleðinni og borða svolítið súkkulaði. Ég er að hugsa um að setja saman lista yfir allt sem mig langar til að gera þegar þetta er búið. Jæja nú er ekki til setunar boðið! Held áfram í lærdómnum........eða bara skrifa listann...hver veit?


Saturday, October 26, 2013

Gallaskyrtur og þykkir sokkar.


Það hefur valla farið framhjá nokkrum manni að það er brjálað að gera hjá mér þessa dagana. Svo kemur alltaf þessi tímapunktur þegar ég fer að spá í hvort þetta sé allt þess virði. Mér fer að finnast ég gera allt illa og þá langar mig bara að sleppa þessu. En ég er að finna ráð við þessu. Það er ótrúlega gott að stoppa bara í augnablik og skoða hvaða litlu atriði í lífinu sem gera það örlítið betra. Um daginn horfði ég á mynd sem heitir Fried green tomatoes og það  fékk mig til að hugsa hvernig lífið getur tekið á sig óvænta snúniga. Hvernig hlutir sem við höldum að skipti máli gera það svo á endanum ekki og hvernig fólk getur komið okkur á óvart með gjörðum sínum. Það er ekkert sem við ráðum við því. Stundum verðum við bara að sleppa takinu og leyfa okkur sjálfum að horfa á hlutina eins og þeir eru í staðin fyrir að vera alltaf að berjast á móti.

Svo héðan í frá ætla ég að gefa mér nokkrar mínutur á dag til að taka inn lífið og horfa á litlu hlutina sem gera það aðeins betri. Svo hérna byrjum við. 

Gallaskyrtan mín. Elska hana og er alltaf í henni.

Hlýjir sokkar á kvöldiðn því mér er svo kalt á tánum.

Keypti mér nýtt naglalakk í sjúklega flottum lít.

Paleo borgari og sætar kartöflur. Hafiði séð þessa mynd áður kanski?


Sunday, October 20, 2013

Home alone



Mér líður stundum eins og rispuð plata. En síðasta vika tók all verulega mikla orku. Hún var uppfull af veikindum og vandræðum. En ég komst lifandi frá henni og reynslunni ríkari. Samt er ég ekki alveg að ná að hlaða batteríin fyrir átök næstu viku. Þannig að þegar ég sá framm á að ég er yrði ein seinni partinn í dag ákvað ég að grípa tækifærið og njóta. Svo ég leyfði mér bara að kaupa mér nýtt naglalakk, borða súkkulaði og hnetusmjör, sleppa því að greiða mér og stelast í smá bókalestur.



Lífið mitt er orðið allt annað eftir að ég fattaði Kindel forritið og Amazon. Þannig að nú get ég keypt mér rafbækur og sleppi við að lenda í massívri skuld á bókasafninu eins og áður. Mér hefur nefnilega alltaf þótt gaman að lesa en hef ekki gert mikið af því undanfarin ár nema þegar ég kaupi bækur því ég næ aldrei að skila bókum á réttum tíma og þar af leiðandi er ég á bannlista á bókasafninu (eða svona næstum). En núna er þetta bara allt komið í spjaldtölvuna og lífið mitt alveg hreint dásamlegt fyrir vikið. Nú er ég komin í svona bókaklúbb sem les skvísubækur. Það er svo fínt því þær eru fyndar spennandi og auðlesnar. Sem hentar vel fyrir námsmannin sem hefur ekki mikið af frítíma tila að lesa. Neibb ég er sko ekkert búnin að gleyma að ég er í háskólanámi. Svo ég vona að þessi dagur hafi gefið mér það sem ég þurftir til að endurhlaða. 

Wednesday, October 9, 2013

September 2013

Ein af markmiðum oktobermánaðr er að borða meira af grænmeti í millimál.



Vá hvað september leið hratt! Ótrúlegt hvað tímin flýgur þegar það er nóg að gera. Skólinn  byrjaði strax ,,full force" og það er alltaf líf og fjör í vinnunni. Svo hafa bæst við fullt af skemmtilegum auka verkefnum sem gefa lífinu auka lit. Ég get alla vega ekki kvartað yfir aðgerðarleysi og er bara sátt með það.


Hér eru svo septembermánuður í nokkrum myndum.

Heimanám.


Sykurlaus snikcerskaka.

Kaffihúsakvöld með dásemlegum skvísum.

5x5 mót með CFH.

Tuesday, October 1, 2013

.........

Á síðsumar kvöldi, hitti ég þig.
Bláeygða strákinn sem kyssti mig.

Ég vissi það ekki, 
en hjartað mitt vissi það samt,
að þarna var komin mín eina sanna ást.

Friday, September 27, 2013

Að liggja með tærnar upp í loft........

......er ekki valkostur á næstu vikum. Það verður sko í nógu að snúast. Ég finn í fyrsta skipti í langan tíma finnst mér það spennandi. Held ég sé farin að skilja þetta með að senda út í alheiminn það sem manni langar til og vinna svo að því. Það er augljóst að maður uppsker alltaf, þó það sé ekki endilega það sem lagt var upp með í byrjun. 


Ég ætla alla vega að takast á við þetta ferðalag og læra eins mikið af því og ég get.

Tuesday, September 17, 2013

Facial recogition.



Undanfarið hef ég fundið að húðin mín þarf enn meiri athygli en áður, og þá sérstaklega andlitið mitt. Léleg umhyrða og almennur slugsaskapur þegar kemur að þessum hlutum, eins og ekki nógu gott matarræði og ónóg vatnsdrykkja í sumar er að koma framm á húðinni. Ég er samt sem áður heppinn að vera með góðar vörur til að nota og hef fengið góða kennslu frá fagaðlinum. Svo nú er það bara að koma sér aftur í rútínu og passa vel upp á þetta. eftir 20 ár verð ég þakklát. Ha!

Sunday, September 15, 2013

Reality Check!

Undanfarna daga og vikur hefur raunveruleikinn svolítið verið að stimpla sig inn. Öll þau verkefni sem ég hef tekið mér fyrir hendur í vetur eru að komast af stað og ég hef verið að finna taktinn í öllu. Hlutirnir eru svolítið ógnvekjandi, samt spennandi og ekki alveg orðnir eins krefjandi og þeir koma til með að vera. 

Ég hef ekki verið dugleg að forgangsraða, mér finnst allt jafn mikilvægt og spennandi. Það getur komið mér um koll seinna meir ég veit það. En þá tekst maður bara á við það. Einhvern veginn er ég svo hrædd við að hellast úr lestinni ef ég set eitthvað eitt í forgang. 

Einu sinni heyrði ég þessa setningu ,,Ef þú ert ekki að vaxa þá ertu að visna." Gæti verið mikið til í því, allt sem við lærum þroskar okkur og allar áskoranir í lífinu kenna okkur eitthvað. 

 

Wednesday, September 4, 2013

Einfaldar ráðleggingar.







Undanfarnir daga hafa alveg farið með mig. Ég hef einhvern veginn snúist í margar hringi og efast um allar ákvarðanir mínar. Svo í dag sá ég þessi ráð á bloggi sem ég les reglulega. Fannst þau eitthvað svo viðeigandi. Þannig að ég er farin að hita mér te, daga djúpt andan og hafa trú á að allt muni hafa sinn gang.

Tuesday, August 27, 2013

Haustið er koma!



Það er orðið þannig að fyrsti haustboði minn er þegar ég malla í kjötsúpu af einhverju tagi. Það er bara eitthvað svo notalegt við að fá sér góða kjötsúpu þegar byrjað er að kólna og dimma.

Saturday, August 24, 2013

1/2 maraþonið........


Dagurinn var alveg frábær. Kom sjálfri mér á óvart í hlaupinu og bætti tímann minn. Það var ótrulega gaman að byrja hlaupið með vinkonu minni en svo týndum við hvor annari fljótlega í allri mannmergðinni og fundum hvor aðra aldrei aftur. Sem var frekar leiðinlegt því við náðum aldrei mynd af okkur sama. Eyddi svo deginum með fjölskydunni minni. Svona dagar gefa manni svo mikinn kraft. Endaði svo daginn upp í sófa að hlusta á tónleikana á Arnarhóli með súkkulaði, já mér líður eins og gamalmenni.






Thursday, August 22, 2013

And it feels like sugar.........

Spenningur!
Lágvaxin kona á tónleikum. Nice
Ég og vinkona mín fórum á tónleika í gær. Það er þó nokkuð langt síðan ég fór síðast á tónleikga. Ég var alveg búin að gleyma hvað það er gaman að sjá og hlusta á ,,live" tónlist.

Ylja byrjaði að spila, ótrúlega falleg tónlist. Þar sem ég er frekar lágvaxin sá ég ekki mikið. En það skipti ekki málið, ég hlustaði bara. Við ákváðum svo að vera snillingar og setjast bara á gólfið beint fyrir framan sviðið. Þannig fengum við Hjaltalín beint í æð sem var eitt það magnaðasta sem ég hef upplifað lengi. Svo ég fór heim á gleðiskýi.




Hjaltalín.












Wednesday, August 14, 2013

Fyrsta vinnuvikan er hálfnuð.......


......lífið og rútínan. Nú er að koma betri mynd á haustið og veturinn. Svo byrjar skólinn í næsta mánuði. Svo nú er ég bara að taka ágúst með trompi hlaupa mikið, Crossfitta oft, njóta þess að elda góðan mat og vera í góðum félagsskap. Ég er bara frekar spennt að taka þetta 1/2 maraþon. 

Ég vona að vikan ykkar sé að fara jafn vel af stað.

(mynd via google.com)

Sunday, August 11, 2013

Sunnudags saga.............framhald!

Loksins, loksins hafði ég mig í að klára framhaldið á sögunni sem ég setti hérna inn um daginn. Mér finnst gaman að skrifa svona smásögur en það verður stundum bara svo erfitt. Ég vissi alltaf hvernig hún átti að enda en það var bara svo erfitt að koma sér að verki. En hérna kemur seinni hlutinn. 


Þegar við vorum komin niður í bæ ákvað hópurinn að fara á bar sem þau voru vön að fara. Barinn var í litlum kjallara, dimmur og fullur af reyk. Þau pöntuðu sér öll drykki og ég þorði ekki annað en panta líka. Drykkirnir komu og ég fann fljótt á mér, enda hafði ég aldrei smakkað vín áður. Kvöldið leið og ég skemmti mér konunglega. Ég var farin að kynnast krökkunum vel og fannst eins og núna væri ég búin að tryggja það að hann félli fyrir mér. Enda greip hann mig afsíðis nokkrum sinnum yfir kvöldið til að kyssa mig. Í hvert skipti kikknaði ég í hnjánum og varð öll svo heit að innann. Ef ég fengi bara eina ósk þá yrði hún að lífið myndi alltaf vera svona, nákvæmlega svona eins og þetta kvöld.

En auðvitað tekur allt enda og það kom að því að barnum var lokað. Ég hafði drukkið nokkuð af áfengi þannig að mér sundlaði og var óglatt. Hópurinn rölti niður Laugarveginn og stoppar við skartgripaverlsun. Allt í einu grípur hann í mig og segir mér að eigandinn af þessari verlsun hafi haft vin þeirra að rangri sök um að brjótast inn hjá honum og stela. Nú sitji vinur þeirra í fangelsi og þeim langi að hefna sín á honum með því að gera smá hrekk. Hann bauð mér að fara heim ég þyrfti ekki að vera með þeim í þessu. Auðvitða vildi ég vera með. Ég veit ekki hvort þetta var hann eða áfengið sem hafði þessi áhrif. Ég hefði aldrei samþykkt svona áður fyrr. En bara á þessu augnabliki, þessu kvöldi og með þessu fólki sagði ég já. ,,Flott sagði hann, vitlu þá geyma þetta fyrir mig. Þetta er partur af hrekknum, hún er ekki alvöru" sagði hann og rétt mér byssu. Þó að ég hefði aldrei haldið á byssu áður fann ég alveg að það sem ég hélt á var alvöru byssa. Það var eitthvað við áferðina og þungan, ég var alveg viss. Þegar sá svipinn á mér sagði hann hugreystandi að ég ætti bara að geyma hana smá fyrir sig. Svo myndi hann taka hana. Ég var engann veginn að átta mig á hvað þau ætluðu eiginlega að gera en þorði ekki að spyrja meira.

Einn af strákunum spennti upp bakhurðina á skartgripaverluninni og við fórum inn. Stákarnir í aftengdu öryggiskerfið og svo hlupu þau öll inn í búiðina og byrjuðuð að brjóta skápana. Þau gengu öll berserksgang þarna inni, eyðilögðu allt sem þau sáu. Ég varð alveg stjörf , gat ekki hreyft mig. Þetta var alveg hræðilegt, sama hvað eigiandinn hafði gert. Ég skildi ekki hvað þessir krakkar sem ég hélt að væri svo töff og klár væru að gera. Allt í einu ryðst inn eldir maður, ég veit ekki hvort þetta var eigandinn eða bara öryggisvörður. Þetta gerist allt svo hratt en hann hleypur bak við búðarborðið nær í kylfu og fer að slá krakkana. Svo sé ég að maðurinn hefur tekið strákinn sem ég var nýbúin að kynnast, strákinn sem ég var yfir mig ástfaginn af, snúið honum niður í gólf og er að berja af öllu alefli með kylfunni. Ég heyri hann kalla á mig og byðja mig að hjálpa sér. Augu okkar mætast eitt augnablik. Ég stend með byssuna í hendinni og svo hleypi ég skotinu af. Í eitt augnablik er eins og tíminn standi kyrr. Ég stend stjörf og ein í heiminum, allur hópurinn hleypur út, líka hann, ég heyri í sírenum.

Nú er ég hér. Horfi út á sumarnóttina. Glugginn minn er ekki stór en ég hef útsýni. Ég veit ekki hvenær ég fæ að fara út fyrir veggi fangelsisns. Dómurinn fyrir manndráp er þungur og ég get ekki réttlætt það sem ég gerði. Þetta er eitthvað sem ég þarf að lifa með að hafa gert. En í nótt er Jónsmessa og ég get látið mig dreyma.

Thursday, August 8, 2013

Bækurnar á náttborðinu.


Tuesdays with Morrie. e. Mitch Alblom, Síðasti fyrirlesturinn. e. Randy Paulch, Vígdís. e. Pál Valsson
Ég elska það þegar bækur ná að grípa mann þannig að maður getur ekki látið þær frá mér. En stundum er ég að lesa nokkrar bækur í einu allt eftir því í hvernig stuði ég er á kvöldin.

Í augnablikinu liggja þrjár bækur á náttborðinu. Tvær þeirra eru þó bækur sem ég les reglulega. Svo gríp ég í ævisögu Vígdísar Grímsdóttur. Mér finnst alltaf svo gaman að lesa góðar ævisögur, maður lærir alltaf eitthvað af reynlsu annarra.

Hinar bækurnar báðar eru í raun líka ævisögur en á allt annann hátt. Þær eru meira um lífssýn og veita mér innblástur í að takast á við drauma og þrár. Báðar bækurnar fjalla um háskólaprófessora sem eru að kljást við bannvæna sjúkdóma. Þetta eru í raun loka fyrirlestrarnir þeirra. Þó fjallar bækurnar ekki um dauðan heldur eru meira óður til lífsins og hvetja fólk til að vera besta útgáfan af sjálfum sér. Báðar þessar bækur hafa veitt mér innblástur. Þess vegna les ég þær reglulega, svona til að minna mig á hvað lífið hefur uppá að bjóða ef maður bara nennir að teygja sig eftir því.

Monday, August 5, 2013

Hlaupi, hlaupi, hlaupi.



Ég hef alltaf haft mjög gaman af útihlaupi. Í nokkur ár var það mín eina líkamsrækt. Það er eitthvað svo æðislegt við að fara út í ferska loftið með góða tónlist, taka inn umhverfið og hlaupa. Eftir að ég fór að æfa Crossfit hef ég ekki hlaupið alveg eins mikið en mér finnst þó gaman að fara inn á milli í sunnudags skokk um hverfið.

Í ár er vinkona mín búin að koma mér í stuð til að hlaupa 1/2 maraþon (ég by the way hef ekki hlaupið svona vegalengdir síðan 2008). Held það verði bara gaman, hlakka sérstaklega til að hafa gaman af þessu öllu með vinkonu minni.

Friday, August 2, 2013

Júlí á enda......



Þar sem Júlí er nú á enda og ég hef ekki verið eins dugleg að blogga og ég ætlaði mér þá set ég inn smá yfirlit yfir það sem ég hef verið að gera undanfarið. 

Við erum búin að taka nokkur road trip um landið. Langanes er ótrúlega fallegur staður.

Nestistími. Hádegismaturinn þarf ekki að vera óhollur á ferðalagi.


Hugmyndir, sögur og ljóð.
Heimsleikarnir í CrossFit. Ég sat límd við skjáinn.

Fór með yndislegu fólki í sund í Hveragerði og svo í humarsúpu á Fjöruborðið.

Mmmmmm..... kaka.

Friday, July 26, 2013

Föstudagur, Húrra!


Föstudagar eru líka spennandi þó maður sé í fríi. Ég hef margt á minni könnu nú um helgina. Hef hugsað mér að gefa mér smá tíma í að skipuleggja síðustu 2 vikurnar í fríi. Svo ég geti nú notið þeirra framm í rauðann dauðann. 

Auðvitað ætlum við skötuhjúin í smá bíltúr út á land og elta sólina. Ég ætla að setjast niður og klára framhaldssöguna. Svo eru heimsleikarnir í Crossfit um helgina og ég er mjög spennt. Ísland er nú þegar búin að eignast heimsmeistara 2013 í aldursflokkinum 55-59 ára.  

Spennandi helgi frammundann.


Tuesday, July 23, 2013

Sól sól skín á mig!



Loksins kom sólin og góða veðrið í höfuðborgina. Ég var svo heppin að yndisleg vinkona mín bauð mér í kaffiboð í Hellisgerði í dag. Hún er alveg ótrúlega skemmtileg og uppátektarsöm, stund sem góðri vinkou hressir alltaf upp á sálina.



Hvað varðar lífið og tilveruna er ég aðeins á eftir í blogg planinu. Þessi sól sem fór að skína í dag setti mig alveg út af laginu, öll vinnuplön fuku út um gluggann og ég hljóp bara úr í góða veðrið. Er það nokkuð skrítið? Ég setti mér samt  það loforð að vera afkastamikill þessa viku, einfaldlega af því að þá er ég almennt ánægðari með sjálfa mig. Hvað varðar framhaldssögunna hef ég ekki haft eirð í mér til að setjast niður og klára hana. En er kominn af stað og set inn seinni hlutann um þessa helgi. Svo nú er bara að nota kraftinn frá sólinni og taka vikuna með trompi.

Njótið og nýtið!

Friday, July 19, 2013

Föstudagur!


Lúpínur: lífga alveg einstaklega vel upp á landið.

Yndislegt hvað dagarnir renna í eitt þegar maður er að dúlla sér í sumarfríi. Síðustu tveir dagar hafa verið soldil áskorun þar sem að ég hef ekki verið með neitt fast plan og það sem ég hef ætlað mér að gera hefur svo frestast. Það er eitthvað svo skrítið að hafa ekkert að gera. Held samt að skáparnir á heimilinu séu bara fegnir þar sem að þeir eru núna ekki gubbandi óþarfa drasli og fatnaði. Svo er eldhúsið líka orðið skínandi og ilmandi af hreinleika.


Eitt af uppáhalds: Pandalakkrís og súkkulaðiðhúðaðar hnetur. Gott ferðanesti, mmmm....

Í kvöld ætlum við skötuhjúin svo að fá okkur bíltúr út á land og skoða okkur um fram á morgun. Ég hef aldrei verið dugleg að ferðast um landið svo við ákváðum að taka svona helgarferðir yfir sumarið, ég er mjög ánægð með það. Ég er núna að fara að undirbúa nesti og fleira gotterí til að hafa yfir ferðinni.

Í gær var ég að lesa blogg hjá hressum stelpum sem eru með 30 daga ,,self portrait challege" gæti verið skemmtilegt að dúlla sér við........ Svona fyrst maður er svona eirðalaus.

Við sjáum til. Góða helgi

Thursday, July 18, 2013

Sumarfrí og sætar kökur

Ótrúlegt hvernig dagarnir líða þegar maður er í sumarfríi. Í gær var mánudagur og nú er fimmtudagur. 





En í dag fannst mér vel við hæfi að gera eitthvað gómsætt í kaffitímanum svona í tilefni af því að við skötuhjúin erum bæði heima. Þar sem ég er alltaf að leita leiða til að hafa mataræðið af hollari gerðinni varð ég mjög spennt þegar ég fann æðislega uppskrift á facebook síðu Heilsuréttir fjölskyldunar af ávaxtaköku. Ég get alveg sagt að ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Svo er hún svo saðsöm maður borðar ekki of mikið í einu.




Sunday, July 14, 2013

Sunnudags saga.

Hérna kemur fyrri hluti af smásögu sem ég er að vinna í

Draumur á jónsmessunótt


Mig hefur alltaf langað til að synda meðal höfrunga. Vera í einhverju heitu landi með fallegri strönd og svona kórallrifum sem hægt er að kafa meðfram. Skoða marglita fiska, fara svo upp á ströndina og liggja í makindum á bikiní í sólinni. Engar áhyggjur. Lífið myndi bara ganga sinn vanagang. Tími skipti engu máli. Peningar ekki heldur, maður myndi bara lifa á því sem kæmi til manns með tilfallandi vinnu, skipti ekki máli þó það væri lítið. Einhvernvegin væir lífið svo áreynslulaust þarna.

Mig hefur líka alltaf langað til að verða ljósmyndari. Einhver sem hefur næmt auga fyrir smáatriðum. Listrænt augu og auga fyrir fegurðinni í hversdagleikanum. Ég myndi eiga stúdíó með fullt af als konar græjum og flottri tölvu. Svo myndi ég ferðast um landið, fara til framandi borga og taka myndir í veislum hjá vinum og ættingjum. Allir myndi elska myndirar mínar. Ég héldi sýningar í vinælum listagalleríum og myndirnar mínar seldust eins og heitar lummur.

Ég ætlaði líka alltaf að klára mennaskóla og fara í listaháskóla í útlöndum. Finna mér einhvern frægan skóla í skandinavíu eða bara hvar sem er. Þar hefði ég kynnst fullt af fólki sem hugsaði eins og ég. Svo hefðum við ferðast um allt saman í fríum. Stutt hvort annað í náminu og unnið verkefni saman. Við hefðum orðið eins og ein stór fjölskylda. Svo hefðum við heimsótt hvort annað eftir að náminu lyki. Farið á sýningar hvors annars og hjálpað hvort öðru að komast á framfæri. Ég hefði svo ekki þurft að fara heim til Íslands strax eftir að námi lyki. Ég hefði búið lengur úti og farið að vinna í listageiranum. Fengið að læra hjá einhverjum frægum ljósmyndara og flutt svo heim til þess að opna mitt eigið stúdíó.

En ég kláraði ekki einu sinni fyrsta árið í menntó. Mér fannst alveg gaman, námið var skemmtilegt og mikið félagslíf. En ég bara passaði ekki inn í bekkinn. Stelpurnar voru allar svona skvísur, rosa flottar. Ég var bara of venjuleg, mig langaði ekkert að vera svona uppsstríluð og klædd eins og ég væri að fara á árshátið á hverjum degi. Ég nennti ekki að blása og slétta á mér hárið eftir leikfimi. Ég hafði enga þörf á að sýnast verða þroskaðri en ég er svo að strákarnir í eldri bekkjunum hefðu áhuga á mér. Svo fannst mér lika asnalegt að láta eins og ég væri vittlaus bara af því að það væri ekki nógu flott að vilja læra og ganga vel í náminu. Þannig að ég varð bara pínu útundan. Ég átti þó tvær góðar vinkonur í bekknum, við fórum saman á böllinn og félgaslífið í skólanum. Samt fannst mér ég aldrei alveg passa þarna inn. Þær höfðu þekkst áður en þær byrjuðu í skólanum og ég var alltaf þriðja hjólið. Ég nennti heldur ekki alltaf að leggja mig fram við að sýna því sem þær voru að tala um áhuga.

Svo var komið að fystu jólaprófunum í skólanum og það var hefð fyrir að halda ball síðasta skóladaginn fyrir upplestrarfrí. Vinkonur mínar ætlðuð að fara, en mig langaði ekkert sérstaklega. En einhvernveginn náðu þær að sannfæra mig að fara og svo var mamma alltaf að hvetja mig til að gera eitthvað meira en bara að læra. Ballið var alveg skemmtilegt, eða bara eins og venjulega. Og það var á þessu balli sem ég hitti hann. Hann var ótrúlega myndalegur. Ljóst hár, blá augu, meðal hæð, hann var klæddur í jakkfatabuksur, hvíta skyrtu og vesti. Hann var bara með sér einhvern ljóma eins og í gamalli bíómynd. Hann gekk í átt til mín og augu okkar mættust. Ég kikknaði í hnjánum, núna skyldi ég loksins hvað er alltaf verið að syngja um í væmnum ástarlögum. Við fórum að spjalla saman og ég gleymdi alveg tímanum. Hann hafði svo mikinn áhuga á mér og öllu sem ég hafði verið að gera, sem var samt ekki neitt. Ég var bara venjuleg stelpa í menntaskóla. Vinkonur mínar voru að fara heim og ég þrátt fyrir að vita betur varð eftir. Þarna á þessu augnabliki ákvað ég að taka áhættu og lifa fyrir augnablikið. Hann fylgdi mér heim og við spjölluðum framm á nótt. Það var ótrúlegt hvað við áttum margt sameingnlegt. Við ákváðum að hittast aftur daginn eftir. Ég gat ekki beðið. Þegar ég kvaddi hann fann ég fyrir eftirvæntingu að hitta hann aftur. Ég svaf ekkert alla nóttina hugsaði stanslaust um það sem hann sagði, svipbrigðinn hans, röddina, augun, hárið hans. Allt var þetta eins og í draumi eða bíómynd.

Daginn eftir átti ég að vera að læra fyrir sögupróf. En það eina sem ég gat hugsað um var að ég ætlaði að hitta hann um kvöldið. Dagurinn ætlaði aldrei að líða. Við höfðum ákveðið að hittast klukkann níu svo að ég gæti nýtt daginn í að læra. Ég vildi ekki að mamma vissi hvert ég væri að fara svo ég sagðist bara hitta hann fyrir utan húsið. Rétt fyrir níu sagði ég mömmu að ég væri að fara í göngutúr og flýtti mér út svo hún sæi ekki að ég væri ekki klædd til að fara í gögngutúr. Hann beið fyrir utan og ég fann að hjartað taka kipp.

Þegar við höfðum gegnið smá stund spurði hann hvort mig langði til að hitta vini hans. Ég varð upp með mér en samt sem áður svolítið hrædd að þeim myndi ekki líka við mig. Þorði samt ekki að segja neitt nema já. Vinir hans voru hópur af krökkum sem voru öll álíka forvitnileg og hann. Þau virtust öll full af orku og svoldið villt. Tóku mér eins og ég væri ein af hópnum og mér fannst ég eiga heima þarna. Með honum og þessum krökkum. Hópurinn var á leiðinni í bæinn og spruðu hvort við ætluðum með. Hann leit á mig og tók í höndina mína, mér fannst þetta kvöld fullkomið. Við lögðum af stað niður í bæ.



 Framhald eftir viku..........

Friday, July 12, 2013

10 Lífsreglur.



Stundum þarf maður bara smávegis auka leiðsögn í tilverunni. Það koma dagar þar sem mér finnst ekkert ganga upp hja mér. Og það er allt í lagi. Ég fann þessi tíu atriði á facebook síðu sem mér finnst gott að lesa yfir þegar ég er orðin alveg rignluð. 



Tuesday, July 9, 2013

Litagleði og Gerðu-það-sjálf.


Ég setti á listann minn yfir hluti sem mig langar að gera í sumar að vera meira í litum og að mig langaði að búa til hluti. Svona DIY eða do-it-yourselve. Á netinu eru als kyns vefsíður og blogg með fullt af mjög einföldum og skemmtilegum hugmyndum sem er auðvelt að framkvæma. Og þegar ég sá þessa hugmynd sá ég framm á að ég gæti slegið tvær flugur í einu höggi. Þarna var kominn leið fyrir mig til að fá meiri liti á mig og búa eitthvað skemmtilegt til sjálf. Svo þegar ég skellti mér í Söstrene Grene til að kaupa trékúlur og málningu sá ég að það var hægt að kaupa pakka af plastkúlum í als konar litum. Svo þetta varð næstum því of auðlvelt.






Sunday, July 7, 2013

Melónur, frostpinnar og sól í hjarta.






Ég er mikill sælkeri og hef alltaf elskað ís. 

Þar sem að sólin hefur tekið þá ákvörðun að láta lítið sjá sig undanfarið og Krónann var með vatnsmelónur á 60% afslætti ákvað ég að búa mér til sumarlega melónu frostpinna. Þetta er mjög einfalt, fersk vatnsmelóna, safi úr lime og smá hunanng til að sæta. Mjög frískandi og færir manni sólina í hjartað.

Wednesday, July 3, 2013

Halló Sumarfrí!




















Já ég er núna kominn í 5 vikna sumarfrí úr vinnunni. Get ekki beðið að hlaða batteríin og njóta, njóta, njóta!