Loksins, loksins hafði ég mig í að klára framhaldið á sögunni sem ég setti hérna inn um daginn. Mér finnst gaman að skrifa svona smásögur en það verður stundum bara svo erfitt. Ég vissi alltaf hvernig hún átti að enda en það var bara svo erfitt að koma sér að verki. En hérna kemur seinni hlutinn.
Þegar við vorum komin niður í bæ
ákvað hópurinn að fara á bar sem þau voru vön að fara. Barinn
var í litlum kjallara, dimmur og fullur af reyk. Þau pöntuðu sér
öll drykki og ég þorði ekki annað en panta líka. Drykkirnir
komu og ég fann fljótt á mér, enda hafði ég aldrei smakkað vín
áður. Kvöldið leið og ég skemmti mér konunglega. Ég var farin
að kynnast krökkunum vel og fannst eins og núna væri ég búin að
tryggja það að hann félli fyrir mér. Enda greip hann mig afsíðis
nokkrum sinnum yfir kvöldið til að kyssa mig. Í hvert skipti
kikknaði ég í hnjánum og varð öll svo heit að innann. Ef ég
fengi bara eina ósk þá yrði hún að lífið myndi alltaf vera
svona, nákvæmlega svona eins og þetta kvöld.
En auðvitað tekur allt enda og það
kom að því að barnum var lokað. Ég hafði drukkið nokkuð af
áfengi þannig að mér sundlaði og var óglatt. Hópurinn rölti
niður Laugarveginn og stoppar við skartgripaverlsun. Allt í einu
grípur hann í mig og segir mér að eigandinn af þessari verlsun
hafi haft vin þeirra að rangri sök um að brjótast inn hjá honum
og stela. Nú sitji vinur þeirra í fangelsi og þeim langi að
hefna sín á honum með því að gera smá hrekk. Hann bauð mér
að fara heim ég þyrfti ekki að vera með þeim í þessu.
Auðvitða vildi ég vera með. Ég veit ekki hvort þetta var hann
eða áfengið sem hafði þessi áhrif. Ég hefði aldrei samþykkt
svona áður fyrr. En bara á þessu augnabliki, þessu kvöldi og
með þessu fólki sagði ég já. ,,Flott sagði hann, vitlu þá
geyma þetta fyrir mig. Þetta er partur af hrekknum, hún er ekki
alvöru" sagði hann og rétt mér byssu. Þó að ég hefði
aldrei haldið á byssu áður fann ég alveg að það sem ég hélt
á var alvöru byssa. Það var eitthvað við áferðina og þungan,
ég var alveg viss. Þegar sá svipinn á mér sagði hann
hugreystandi að ég ætti bara að geyma hana smá fyrir sig. Svo
myndi hann taka hana. Ég var engann veginn að átta mig á hvað
þau ætluðu eiginlega að gera en þorði ekki að spyrja meira.
Einn af strákunum spennti upp
bakhurðina á skartgripaverluninni og við fórum inn. Stákarnir í
aftengdu öryggiskerfið og svo hlupu þau öll inn í búiðina og
byrjuðuð að brjóta skápana. Þau gengu öll berserksgang þarna
inni, eyðilögðu allt sem þau sáu. Ég varð alveg stjörf , gat
ekki hreyft mig. Þetta var alveg hræðilegt, sama hvað eigiandinn
hafði gert. Ég skildi ekki hvað þessir krakkar sem ég hélt að
væri svo töff og klár væru að gera. Allt í einu ryðst inn
eldir maður, ég veit ekki hvort þetta var eigandinn eða bara
öryggisvörður. Þetta gerist allt svo hratt en hann hleypur bak
við búðarborðið nær í kylfu og fer að slá krakkana. Svo sé
ég að maðurinn hefur tekið strákinn sem ég var nýbúin að
kynnast, strákinn sem ég var yfir mig ástfaginn af, snúið honum
niður í gólf og er að berja af öllu alefli með kylfunni. Ég
heyri hann kalla á mig og byðja mig að hjálpa sér. Augu okkar
mætast eitt augnablik. Ég stend með byssuna í hendinni og svo
hleypi ég skotinu af. Í eitt augnablik er eins og tíminn standi
kyrr. Ég stend stjörf og ein í heiminum, allur hópurinn hleypur
út, líka hann, ég heyri í sírenum.
Nú er ég hér. Horfi út á
sumarnóttina. Glugginn minn er ekki stór en ég hef útsýni. Ég
veit ekki hvenær ég fæ að fara út fyrir veggi fangelsisns.
Dómurinn fyrir manndráp er þungur og ég get ekki réttlætt það
sem ég gerði. Þetta er eitthvað sem ég þarf að lifa með að
hafa gert. En í nótt er Jónsmessa og ég get látið mig dreyma.
No comments:
Post a Comment