Sunday, August 31, 2014

Lífið



Mér finnst ég hljóma eins og eldgömul hljómplata þegar ég segi:
"það er eins og dagarnir bara fljúgi áfram"
Núna er september að hefjast, vikurnar líða og ég næ ekki að klára öll þau verkefni sem ég ætla mér að klára. 

Ég rakst á þessa grein í dag og hún talaði örlítið til mín. Þegar manni er farið að líða eins og ekkert gangi nákvæmlega eins og maður vill og maður  er ekki nema helmingurinn af sjálfum sér er kanski komin tími á að gefa sjálfum sér smá ,,breik." 

Þannig að í staðinn þess að nýta kvöldið til þess að klára öll þess verkefni sem ég hef ekki haft tíma til, gaf ég mér breik frá öllu. 

Heyrumst. 

Monday, August 25, 2014

Mánudags gleði.



Ég átti alveg hreint frábæra helgi. Tókst á við áskorun og lærði heil margt um sjálfa mig. Það er gott þegar gefast tækifæri til að sjá hluti og sjálfa sig í nýju ljósi. Nú er bara að taka þessa viku föstum tökum og nýta hana eins vel og hægt er. Vikan er pökkuð af als kyns verkefnum og ég er spennt að takast á við þau.

Eitt af því sem ég setti mér sem markmið á þessu hausti er að hafa sunnudags síðdegin til afslöppunar heima hjá mér. Mér hefur alltaf þótt tilhugsunin við kósý sunnudaga þar sem að engin verkefni bíða, heimilið fallegt og hægt sé að sitja í sófanum með te og lesa góða bók svo notaleg. Svona stund með sjálfum sér sem hægt er að hlakka til.

Í gær hins vegar fór Danni á fullt við að taka til og endurraða í geymslunni, setja upp ljós og nostra við heimilið. Ég ákvað að nýta mér þessa orku sem hann gaf af sér. Þannig náði ég loksins að klára eitthvað sem setið hefur á hakanum í langan tíma sem var að taka til og endurraða fataskápinn.  Þvílikur munur að vakna á morgnanna og finna sér föt. 



En þá er bara að halda af stað út í vikuna. 


Saturday, August 23, 2014

Reykjarvíkurmaraþon 2014




Mér hefur alltaf þótt mjög gaman að hreyfa mig og vera virk í ólíkum áhugamálum. En það var ekki fyrr en á fullorðinsárum sem ég áttaði mig á því hversu mikilvægt það er fyrir mig að fá útrás í gegnum hreyfingu. Síðan þá hef ég prufað mig áfram í als kyns hreyfingu og fundið út að Crossfit og hlaup er eitthvað sem heillar mig mest. Crossfit er orðið að einskonar þráhyggju hjá mér, svo ég hef sett mér það markmið að fara að prufa aftur fleiri tegundir af íþróttum. Því það er alltaf gott að prufa nýja hluti og öðlast meiri reynslu.

Í ár var ég ákveðin í að fara ekki á hálf maraþon, ég hef hlaupið það tvisvar áður. Ég fór í fyrra og fann að ég var ekki spennt að fara aftur. En þegar vika var í hlaupið fékk ég áskorun frá vinkonu minni að fara með henni 21km. Það þurfti ekki langan tíma til að tala mig til. Svo í dag kláraði ég hálfmaraþon óundirbúin og finnst það í raun mesta afrekið mitt. Ég er líka einstaklega ánægð með málstaði sem við styrktum. Það við söfnuðum áheitum fyrir Ljónshjarta sem eru samtök ungs fólks sem misst hefur makas sinn og börn sem misst hafa foreldri sitt. Þetta eru alveg ný samtök sem eru að stíga sín fyrstu skref og því verðugt að hlaupa fyrir svona málefni.

Þvílíkt skemmtilegur morgun með frábærri vinkonu. Getur maður beðið um annað? Nei ég held ekki.


Tuesday, August 19, 2014

Frú. Lauga.

Um daginn kíkti ég í Frú. Laugu, verslun sem selur matvöru beint frá býli. Ég er mikill matgæðingur og nýt þess að fara þarna til að skoða úrvalið. Það er ekki annað hægt en að dáðst að úrvalinu og ferskleikanum. Síðan er stemmningin í búðinni svo skemmtileg. Ég kom heim með ferskt grænmeti til að búa til æðislegt salat ásamt fleiru góðgæti.


Monday, August 4, 2014

Versló.


 Ég er ein af þessum sem elska að vera heima yfir verslunarmannahelgina. Þó það sé alltaf eitthvað um að vera þá er einhver svo notaleg kyrrð yfir öllu. Mér finnst frekar fyndið að segja frá því en þá virðist ég vera komin í rútínu að blogga bara einu sinni í mánuði. Það er eins og tíminn bara líði áfram án þess að ég átti mig á því fyrr en um mánaðmót.

 Undanfarið hef ég örlítið verið að ,,ströggla" með sjálfa mig og eiginlega bara upplifað mig ,,uninspired" í því sem ég er að gera. Ég er ekki endilega að meina að ég sé óánægð, það er nóg að gera og alltaf fullt af gamani í lífinu. Þetta snýst meira um óvissu með ákvarðanir. En svo rakst ég á þennann póst hjá konu sem er 44 ára og heimsmeistari í Crossfit í sínum aldursflokki og algjör töffari:

"Today may there be peace within. May you trust that you are exactly where you are meant to be. May you not forget the infinite possibilities
that are born in yourself and others. May you use the gifts that you have received and pass on the love that has been given to you. May you be content with yourself just the way you are. Let this knowledge settle into your bones, and allow your soul the freedom to sing, dance, praise and love.

It is there for each and every one of us."

Hann gaf mér einhverja fullvissu um að það eina sem skiptir máli er bara að ekki að stoppa að lifa og  prufa sig áfram í lífinu. Finna hvað hentar hverju sinni og ekki vera hrædd við breytingar í sjálfum sér og umhverfinu.

Á þessum nótum segjum við bless elsku Júlí uppáhalds sumarmánuðirinn minn og halló Ágúst.