![]() |
Mér finnst ég hljóma eins og eldgömul hljómplata þegar ég segi:
"það er eins og dagarnir bara fljúgi áfram"Núna er september að hefjast, vikurnar líða og ég næ ekki að klára öll þau verkefni sem ég ætla mér að klára.
Ég rakst á þessa grein í dag og hún talaði örlítið til mín. Þegar manni er farið að líða eins og ekkert gangi nákvæmlega eins og maður vill og maður er ekki nema helmingurinn af sjálfum sér er kanski komin tími á að gefa sjálfum sér smá ,,breik."
Þannig að í staðinn þess að nýta kvöldið til þess að klára öll þess verkefni sem ég hef ekki haft tíma til, gaf ég mér breik frá öllu.
Heyrumst.







