Ég hef alltaf verið frekar heimakær. Þó svo að það sé alltaf gaman að gera skemmtilega hluti og hitta gott fólk, þá finnst mér alltaf jafn gott að eyða deginum heima í notalegheitum. Dunda mér við að hugsa um heimilið og elda góðan mat.
Svo eftir orkuríkan og skemmtilegan laugardag, með Bootcamp keppni með frábæru liði og hressandi gleði um kvöldið. Fannst mér vel við hæfi að taka sunnudaginn rólegan. Með yndislegri möndlubotnspizzu í sunnudagskaffi.

