Sunday, August 26, 2012

Heima er best!







 Ég hef alltaf verið frekar heimakær. Þó svo að það sé alltaf gaman að gera skemmtilega hluti og hitta gott fólk, þá finnst mér alltaf jafn gott að eyða deginum heima í notalegheitum. Dunda mér við að hugsa um heimilið og elda góðan mat. 


Svo eftir orkuríkan og skemmtilegan laugardag, með Bootcamp keppni með frábæru liði og hressandi gleði um kvöldið. Fannst mér vel við hæfi að taka sunnudaginn rólegan. Með yndislegri möndlubotnspizzu í sunnudagskaffi. 

Sunday, August 12, 2012

Ágúst.

Alltaf líður sumarið jafn hratt. Ágúst rigningin sem er hlý og notaleg en segir mér samt að bráður fer að líða að hausti. Ég held að ágúst sé besti tíminn til að stinga af og fara á hlýja strönd, svona bara til að lengja aðeins sumarið. En fyrir okkur sem að erum heima í ágúst þá fann ég þessa skemmtilegu ljósmyndir, loftmyndir af ströndum. Á hvaða strönd myndi þig langa til að vera?




Saturday, August 4, 2012

Helgin langa!

Mér finnst alltaf eitthvað svo heillandi við að vera í bænum um verlsunarmannhelgina. Rólyndisbragur kemur yfir borgina og allir sem eru ekki í útileigu eru annað hvort að vinna eða staðráðnir í að njóta lífsins sem aldrei fyrr.

Ég hef hins vegar planað að hafa þessa helgi eins afslappaða og ég mögulega get. Borða góðan mat drekka kanski smá vín og hitta yndislegt fólk.

Og svona til að koma öllum í helgar gleði er hérna uppskrift af ávaxtasalati sem fær mann til að brosa og njóta  :   http://www.elanaspantry.com/simple-fruit-salad/