......Það er eitthvað svo rómantískt við haustið. Þó svo að mér finnist veturinn oft dimmur og drungalegur nýt ég alltaf haustins, það er eins og lognið á undan storminum. Fallegu litirnir sem koma með haustinu eru svo heillandi, ferska loftið og skólarnir byrja aftur. Ný byrjun hefst.
Sjálf ætla ég að gera mitt besta til að njóta haustins og als sem það getur gefið mér. Ég er að prufa mig áfram í nýju námi og er spennt að sjá hvert (og hvort) það leiðir mig. Eitt er víst að engin veit nema hann reyni.

