Friday, March 22, 2013

STÓRamælishelgin!


Jæja föstudagur og á sunnudaginn dettur ég í þriðja tuginn :) Eins og er ég bara spennt fyrir að nýta helgina til að slaka á og njóta. Ætla að gera það sem mig lystir til og gleðjast, þrátt fyrir öll þau verkefni sem bíða mín á næstu dögum og vikum......... nota bara páskana til að vinna upp glataðann tíma. 

Eina sem stressar mig er að ég hef ekki gefið mér tíma til að setjast niður og skrifa mér lista. Næsta ár og næsti tugur..... hmmm, verður spennandi. Gott að nota rólega helgi í það.



Wednesday, March 20, 2013

Life lately.....


......úff, hvar á ég að byrja. Stundum er eins og hversdagleikinn bara taki yfir. Allt annað verður að láta undann. Þá finnst mér eina ráðið vera að láta sig bara fljóta, takast á við verkefin á meðan dagarnir svífa áfram. Það versta er hvað það verður lítill tími til að njóta augnablikanna og litlu hlutanna sem gefa lífinu gildi.

Öll áform um að vera duglegri að setja inn pósta og taka myndir hafa bara fokið út í veður og vind. Hef ekki einu sinni haft tíma til að lesa góða bók fyrir svefnin.

En núna eru að koma tímamót.... Yes, the BIG 30! Og ég sest niður við að skrifa drauma og markmið fyrir næsta tug.  Hlakka til þess að leggja af stað með ný verkefni, ný markmið og sjá hvert þau leiða mig.

En núna er bara að draga djúpt andan og 1-2-3!