Jæja föstudagur og á sunnudaginn dettur ég í þriðja tuginn :) Eins og er ég bara spennt fyrir að nýta helgina til að slaka á og njóta. Ætla að gera það sem mig lystir til og gleðjast, þrátt fyrir öll þau verkefni sem bíða mín á næstu dögum og vikum......... nota bara páskana til að vinna upp glataðann tíma.
Eina sem stressar mig er að ég hef ekki gefið mér tíma til að setjast niður og skrifa mér lista. Næsta ár og næsti tugur..... hmmm, verður spennandi. Gott að nota rólega helgi í það.
