Sunday, July 14, 2013

Sunnudags saga.

Hérna kemur fyrri hluti af smásögu sem ég er að vinna í

Draumur á jónsmessunótt


Mig hefur alltaf langað til að synda meðal höfrunga. Vera í einhverju heitu landi með fallegri strönd og svona kórallrifum sem hægt er að kafa meðfram. Skoða marglita fiska, fara svo upp á ströndina og liggja í makindum á bikiní í sólinni. Engar áhyggjur. Lífið myndi bara ganga sinn vanagang. Tími skipti engu máli. Peningar ekki heldur, maður myndi bara lifa á því sem kæmi til manns með tilfallandi vinnu, skipti ekki máli þó það væri lítið. Einhvernvegin væir lífið svo áreynslulaust þarna.

Mig hefur líka alltaf langað til að verða ljósmyndari. Einhver sem hefur næmt auga fyrir smáatriðum. Listrænt augu og auga fyrir fegurðinni í hversdagleikanum. Ég myndi eiga stúdíó með fullt af als konar græjum og flottri tölvu. Svo myndi ég ferðast um landið, fara til framandi borga og taka myndir í veislum hjá vinum og ættingjum. Allir myndi elska myndirar mínar. Ég héldi sýningar í vinælum listagalleríum og myndirnar mínar seldust eins og heitar lummur.

Ég ætlaði líka alltaf að klára mennaskóla og fara í listaháskóla í útlöndum. Finna mér einhvern frægan skóla í skandinavíu eða bara hvar sem er. Þar hefði ég kynnst fullt af fólki sem hugsaði eins og ég. Svo hefðum við ferðast um allt saman í fríum. Stutt hvort annað í náminu og unnið verkefni saman. Við hefðum orðið eins og ein stór fjölskylda. Svo hefðum við heimsótt hvort annað eftir að náminu lyki. Farið á sýningar hvors annars og hjálpað hvort öðru að komast á framfæri. Ég hefði svo ekki þurft að fara heim til Íslands strax eftir að námi lyki. Ég hefði búið lengur úti og farið að vinna í listageiranum. Fengið að læra hjá einhverjum frægum ljósmyndara og flutt svo heim til þess að opna mitt eigið stúdíó.

En ég kláraði ekki einu sinni fyrsta árið í menntó. Mér fannst alveg gaman, námið var skemmtilegt og mikið félagslíf. En ég bara passaði ekki inn í bekkinn. Stelpurnar voru allar svona skvísur, rosa flottar. Ég var bara of venjuleg, mig langaði ekkert að vera svona uppsstríluð og klædd eins og ég væri að fara á árshátið á hverjum degi. Ég nennti ekki að blása og slétta á mér hárið eftir leikfimi. Ég hafði enga þörf á að sýnast verða þroskaðri en ég er svo að strákarnir í eldri bekkjunum hefðu áhuga á mér. Svo fannst mér lika asnalegt að láta eins og ég væri vittlaus bara af því að það væri ekki nógu flott að vilja læra og ganga vel í náminu. Þannig að ég varð bara pínu útundan. Ég átti þó tvær góðar vinkonur í bekknum, við fórum saman á böllinn og félgaslífið í skólanum. Samt fannst mér ég aldrei alveg passa þarna inn. Þær höfðu þekkst áður en þær byrjuðu í skólanum og ég var alltaf þriðja hjólið. Ég nennti heldur ekki alltaf að leggja mig fram við að sýna því sem þær voru að tala um áhuga.

Svo var komið að fystu jólaprófunum í skólanum og það var hefð fyrir að halda ball síðasta skóladaginn fyrir upplestrarfrí. Vinkonur mínar ætlðuð að fara, en mig langaði ekkert sérstaklega. En einhvernveginn náðu þær að sannfæra mig að fara og svo var mamma alltaf að hvetja mig til að gera eitthvað meira en bara að læra. Ballið var alveg skemmtilegt, eða bara eins og venjulega. Og það var á þessu balli sem ég hitti hann. Hann var ótrúlega myndalegur. Ljóst hár, blá augu, meðal hæð, hann var klæddur í jakkfatabuksur, hvíta skyrtu og vesti. Hann var bara með sér einhvern ljóma eins og í gamalli bíómynd. Hann gekk í átt til mín og augu okkar mættust. Ég kikknaði í hnjánum, núna skyldi ég loksins hvað er alltaf verið að syngja um í væmnum ástarlögum. Við fórum að spjalla saman og ég gleymdi alveg tímanum. Hann hafði svo mikinn áhuga á mér og öllu sem ég hafði verið að gera, sem var samt ekki neitt. Ég var bara venjuleg stelpa í menntaskóla. Vinkonur mínar voru að fara heim og ég þrátt fyrir að vita betur varð eftir. Þarna á þessu augnabliki ákvað ég að taka áhættu og lifa fyrir augnablikið. Hann fylgdi mér heim og við spjölluðum framm á nótt. Það var ótrúlegt hvað við áttum margt sameingnlegt. Við ákváðum að hittast aftur daginn eftir. Ég gat ekki beðið. Þegar ég kvaddi hann fann ég fyrir eftirvæntingu að hitta hann aftur. Ég svaf ekkert alla nóttina hugsaði stanslaust um það sem hann sagði, svipbrigðinn hans, röddina, augun, hárið hans. Allt var þetta eins og í draumi eða bíómynd.

Daginn eftir átti ég að vera að læra fyrir sögupróf. En það eina sem ég gat hugsað um var að ég ætlaði að hitta hann um kvöldið. Dagurinn ætlaði aldrei að líða. Við höfðum ákveðið að hittast klukkann níu svo að ég gæti nýtt daginn í að læra. Ég vildi ekki að mamma vissi hvert ég væri að fara svo ég sagðist bara hitta hann fyrir utan húsið. Rétt fyrir níu sagði ég mömmu að ég væri að fara í göngutúr og flýtti mér út svo hún sæi ekki að ég væri ekki klædd til að fara í gögngutúr. Hann beið fyrir utan og ég fann að hjartað taka kipp.

Þegar við höfðum gegnið smá stund spurði hann hvort mig langði til að hitta vini hans. Ég varð upp með mér en samt sem áður svolítið hrædd að þeim myndi ekki líka við mig. Þorði samt ekki að segja neitt nema já. Vinir hans voru hópur af krökkum sem voru öll álíka forvitnileg og hann. Þau virtust öll full af orku og svoldið villt. Tóku mér eins og ég væri ein af hópnum og mér fannst ég eiga heima þarna. Með honum og þessum krökkum. Hópurinn var á leiðinni í bæinn og spruðu hvort við ætluðum með. Hann leit á mig og tók í höndina mína, mér fannst þetta kvöld fullkomið. Við lögðum af stað niður í bæ.



 Framhald eftir viku..........

No comments:

Post a Comment