Það er alltaf gott að byrja nýjan mánuð á að setja sér nokkur markmið. Vitur maður sagði eitt sinn að ef maður nýtir sér aldrei reynslu fortíðar til að læra af og gera betur munum við alltaf enda á sama stað og gera það sama og við höfum alltaf gert. Þó svo að ég þurfi ekki að gera einhverjar afdrifaríkar breytingar að þá er alltaf gott að athuga hvort að hægt sé að gera hlutina betur, lagfæra eitthvað eða bara prufa eitthvað nýtt.
Svo ég setti mér nokkur markmið í Nóvember. Hið fyrsta var að gera 1-2 pósta hérna á bloggið, sjáum hvernig það gengur.
Klára að lesa Svartfugl (sem ég byrjaði á í águst).
.......og taka til í draslinu hjá mér. Markmiðið er hjá mér að gera huggulegt í skammdeginu, kósýljós og hlýlega liti.
Það verður svo spennandi að sjá í lok næsta mánaðar hvernig tekst upp hjá mér.