Thursday, February 28, 2013

Rainy Days and Mondays

Suma daga veit ég bara ekki hvað snýr upp og hvað niður. Það er eins og ég klúðir bara öllu. Þá vildi ég bara óska að ég hefði sleppt því að fara á fætur í morgunn og gæti bara spólað yfir daginn. En sem betur fer er það ekki hægt þá myndum við missa af svo mörgu. Oft eru það svona dagar sem kenna manni að gera það besta úr því sem komið er og læra að takast á við þau verkefni sem bíða manns. 

Svo er líka gott að finna litla hluti til að njóta. Gera eitthvað sem gleður og gæta þess að hafa fallegt í kringum sig. 


Hér er lítill lagstúfur sem á mjög vel við á svona dögum.


Góður morgunte í ævintýralega fallegum bolla og vatn með alo vera safa í fallegum glasi getur hjálpað til við að koma deginum af stað.


Yndislegur satay kjúklingur frá Gló í kvöldmat getur grætt sálina.


....og auðvitað þarf líka að vera döðlu-kókoskúla í eftirrétt.


Monday, February 18, 2013

Myntugrænt.


Eitt af markmiðum mínum 2013 er að vera meira í litum. Þannig að núna er ég alltaf að finna leiðir til að bæta meiri litadýrð í lífið. Svo sá ég að stundum er nóg bara að taka smá áhættu og prufa einhvern alveg nýjan lit sem ég annars hefði bara als ekki þorað að nota. Þess vegna fannst mér kjörið að purfa þetta myntugræna naglalakk. Mér finnst það koma bara skemmtilega út og lífga upp á mjög einfaldar flíkur.


Svo fer þetta líka einstaklega vel við tebolla og skólabækur.

Sunday, February 17, 2013

Hvernig dagarnir líða...

Það er svo undarlegt hvernig tíminn líður núna. Mér finnst eins og hann líði hratt en samt ekki. Veit ekki alveg hvernig hægt er að lýsa því, frekar ruglandi. 

Febrúar er hálfnaður og vikan sem var að líða er að mínu mati alltaf frekar skemmtileg vika. 


Byrjar á bolludegi. 

Svo kemur sprengidagur með saltkjöti og baunum. Sorry á ekki mynd af því.



Endar svo á öskudegi, þemað var náttföt hjá mér í vinnunni sem er sko frekar notalegt. 

Svo er bara að vona að næsta vika gefi af sér gleði og glaum. Ætli það sé nú ekki bara í mínum höndum að hafa hana skemmtilega. Hér er gott lag inn í vikuna. 

Eigið þið góða viku.

Friday, February 1, 2013

Innblástur!

Það hefur verið nóg að gera undanfarið.

Stundum er það bara þannig, það eru fullt af verkefnum í gangi hjá mér. Þó að það sé gaman að hafa nóg að gera þá er alltaf hætta á að gleyma sér og hætta að njóta augnabliksins. Það sem skiptir mig mestu máli að gæta þess að gleyma ekki til hvers ég er að öllu þessu. Hvað það er sem fær mig til að gera allt þetta.

Þannig finnst mér nauðsnynlegt að finna leiðir til að halda innblæstri. Hér eru nokkur atriði.

Góð tónlist eins og þetta lag finnst mér ótrúlega uppörvandi.

Góð samtöl við vini og fjölskyldu gefur mér líka ótrúlegann byr undir vængi. Enda eru þau fyrirmyndirnar mínar.



Massívur morgunsheik!  


 Hollur og bragðgóður matur. :)


 Góðar kvikmyndir.

Tilvitnanir í klára snillinga.

Hörku Crossfit æfing.

.........og fyrst og fremst, aldrei, aldrei gleyma draumum mínum. Þó þeir séu asnalegir.