Monday, June 24, 2013

Summer Love




Ég les blogg hjá stelpu sem setur sér alltaf 10 hluti sem hún ætlar að gera yfir sumarið. Mér finnst þetta mjög góð hugmynd. Sumarið líður allt of hratt hérna á Íslandi, sérstaklega þegar það er svona rigningardrungi yfir öllu í marga daga. Ég er bara allt of gjörn að setja mér allt of mörg markmið þannig að það verður ekkert úr þeim. Svo hérna kemur litill einfaldur listi yfir hluti sem mig langar að afreka í sumar.

1. Klæðast meira af litum
2. Fara í hjólatúra. (Taka hjólið í strædó og hjóla í öðrum bæjarfélögum)
3. Sauma og föndra eitthvað flott. (DIY er það kallað á ensku)
4. Fara á tónleika.
5. Taka til í skápum heimilisins.
6. Borða ávexti.
7. Sitja úti á svölum.
8. Fá vinkonur í heimsókn.
9. Kaupa mér blóm.
10. Lesa góða bók.
11. Horfa á gamlar bíómyndir
12. Eyða tíma með elskunni minni.


Sunday, June 23, 2013

Sunnudagur


Set ekki inn neina sögu í kvöld heldur bara þessa ljúfu mynd úr göngunni minni í dag. Eftir svona yndislega sólríkan dag þá er ekkert eins notalegt og góður göngutúr.

Thursday, June 20, 2013

Something Colorful

Undanfarið hefur mér verið mikið bent á að ég eigi að klæðast meira af litum. Svo ég fór að horfa í kring um mig, bæði á heimilið mitt og í fataskápinn minn, og sá að það er ekki svo mikið af litum. Þannig setti ég mér það markmið að setja meiri lit í lífið mitt.

Á mínum yngri árum átti ég ekki erfitt með þetta, en eftir því sem ég hef elst finn ég að ég vel oft milda eða liti. Svo núna tek ég þetta millivegin, jafna mildu  og dökku litina út með því að setja eitthvað smá meiri litagleði.

Og svo til að halda mér við efnið, bjó ég til smá innblástur á Pinterest. Sem ég er alltaf að uppgvötva betur og betur hvað er mikil snilld.

Monday, June 17, 2013

Einfaldir hlutir!

     yndislega eldhúsið mitt

Ég gleymi mér svo oft í öllu daglegu amstri. Svo átta ég mig allt í einu á því að tíminn flýgur áfram og augnablikið horfið. Það er ein af ástæðunum fyrir því að ég stofnaði þetta blogg, ég hef séð að þetta er góð leið til að halda utan um dagana og litlu augnablikin.

Svo hér eru nokkrir einfaldir en yndislegir hlutir frá síðustu viku.

 Skemmtileg litasamsettning

 Kósý rúmföt. Ég elska gamaldags bómullarrúmföt.

Gamla notalega flíspeysan mín, sem ég er búin að eiga síðan ég var 15 ára.
 það er aðallega liturinn sem gerir það að verkum að ég elska hana ennþá.

Wednesday, June 12, 2013

Makeover.

Ég vildi óska þess að þetta væri alvöru meikover. En alveg síðan ég kláraði prófin hefur littla skrifstofa mín bara verið ruslakompa. Allt frá þvotti til tómra pappakassa hefur verið hent þangað inn. En um helgina tók ég mig á og gekk frá þvotti, fór á sorpu. Mig hefur svo lengi langað til að gera þetta litla herbergi þannig að ég fái innblástur þegar ég sit við skrifborðið mitt og rýmið gefi af sér. Ég er með als konar myndir og hugmyndir, svo ég gaf mér tima til að gera meira en bara að taka til. Ég er ekki alveg búin en alla vega byrjuð. Það er ótrúlegt hvað svona litlir hlutir í umhverfinu geta gert fyrir mann. Það er í raun allt önnur tilfinning að setjast niður og vinna. 

Ég tók þá ákvörðun að taka ekki fyrir mynd en set hér inn eina mynd af skrifborðinu eftir tiltekt. Set svo fleiri myndir seinna meir þegar ég er búin. 

Monday, June 10, 2013

......og svo kom mánudagur!

Ég átti frekar annasama helgi. Mikið af afmælum og veislum. Ég er alltaf svolítð löt að koma mér af stað í veilur en svo skemmti ég mér alltaf jafn vel. Því auðvitað er alltaf gott að gleðjast með vinum og fjölskyldu. 

En núna ætla ég að sinna öllu því sem á náði ekki að gera yfir helgina. Ég ætla að prufa að skrifa verkefnalista yfir vikuna og sjá hversu vel mér tekst að strika út af honum. 

Óska öllum þarna úti góðrar og afkastmikillar viku.

Sunday, June 9, 2013

Sögukvöld....

Sunnudagar verða tileinkaðir, smásögum, örsögum og ljóðum. :) Hérna kemur sú fyrsta.


,,Ekki fara!" kallaði hún þegar ég var á leiðinni út um hurðina á skemmtistaðnum. Ég stansaði augnablik en vissi samt sem áður að ég gæti ekki verið mínútu lengur á þessum stað. Ég var alveg búin að vera þarna nógu lengi.

Þær höfðu verið fyrr um kvöldið á röltinu niður í bæ, að spjalla og rifja upp gamla tíma. Það voru tvö ár síðan þær hittust síðast. Alveg síða vinkona hennar fór í háskólan höfðu þær lítið talað saman. En hvað með það hún var bara að vinna á símanum í kassagerðinni en vinkona hennar var í viðskiptafræði í HR. Síðan hringdi vinkona hennar í hana í gær og spurði hvort þær ættu ekki að hittast. Þær ákváðu að fara út að borða kvöldið eftir.

Þær völdu að fara á litla ítalska veitingastaðinn sem þær borðuðu svo oft á í menntó. Hann var svo notalegur og alltaf svo rólegt. Þegar þær voru búnar að spjalla heillengi ákváðu þær að labba niður laugarvegin. Þetta var fremur hlýtt fimmtudagskvöld í apríl. Það var farið að vera bjart frammeftir kvöldi og fersk vorlykt í loftinu.

Þegar þær voru kommnar áleiðis niður laugarveginn heyrðu þær kunnulega tónlist koma frá litlu kaffihúsi. Þetta var uppáhalds hljómsveitinn þeirra og þær stóðust ekki mátinn og kíktu inn. Allt í einu leið þeim aftur eins og í gamla daga. Þær pöntuðu sér bjór á barum og settust við borð sem var hæfilega nálægt hljómsveitinni. Svo sungu þær bara hástöfum með lögunum og hlógu. Eftir nokkra stund komu tveir strákar og spurðu hvort þeir mættus setjast hjá þeim. Þær fóru báðar hjá sér og eftir smá stund voru þau öll farinn að spjalla, hlægja og hafa gaman. Þau komust að því að þau höfðu öll verið í sama menntaskóla og gátu hlegið að kennurunum, rætt félagslífið og námsefnið. Þegar talið barst að stærðfræðikennaranum alræmda fraus ég. Tilfinningarnar heltust yfir mig og ég réð ekkert mig, greip bara töskuna mína og streymdi út hurðina. Mér var orðið flökurt, ringluð og hrædd. Vinkona mín kom steymandi á eftir mér. ,,Núna skil ég þetta!" sagði hún ákveðinni röddu, sem var í raun mjög lýsandi fyrir hana. Í okkar vinskap hafði hún alltaf verið þessi ákveðna týpa sem stóð alltaf við bakið á manni. 

,,Ekki fara!" bað hún mig. ,,Undanfarin tvö ár hef ég verið að brjóta heilan yfir því hvað gerðist með þig. Fyrst hélt ég að ég hefði gert eitthvað, og í allann þennan tíma he ég ekki verið alveg viss nema þú værir fúl út í mig. En núna skil ég þig. Þú varst skotin í Magga stærðfræðikennara." Ég sagði ekki neitt en tilfinningarnar komu allar aftur, ástíðan á milli mín og hans og svo þessi yfirþyrmandi tilfinning þaega hann sagði henni að þau gætu ekki hist lengur. Eða hann vildi hana ekki lengur. Höfnunin hafði verið alger. Hann átti ekki konu eða neitt hann sagðist bara ekki að honum fyndist ekki rétt að halda þessu áfram. Hún væri of ung og hann vildi ekki eyðileggja líf hennar. 

Í fyrsta skipti sagði sagði ég vinkonu minni frá þessu og það var svo gott að segja frá. Hún hlustaði á mig þögul og skiliningsrík. Þegar ég var búin að segja henni frá þessu öllu sagði hún ,,þú ert núna að fela þig. Þú kúldrast bara inni í lítilli skrifstofu hjá kassagerðinni og felur þig fyrir umheiminum út af ástarsorg" 

Einhvernveigin við að heyra þetta var eins og ég áttaði mig á hlutunum. Í fyrsta skipti í 2 ár leið mér eins og ég gæti hugsað skýrt. Álögunum hafði verið létt.

Thursday, June 6, 2013

Súkkulaði-sætur-kvöldbiti


Í kvöld fór ég í brjálæðislega ruglaða smáralindsferð (opið til miðnættis, fullt af skemmtiatriðum og tilboðum) þar sem ég var að kaupa tvær gjafir...... sem var reyndar mjög gaman þegar ég hætti að vera ringluð yfir öllu fólkinu og setti fókusinn á það sem ég var að gera. Þegar ég kom heim var ég orðin alveg orkulaus og glorsoltin, sem betur fer átti ég tilbúið salat inn í ísskáp. Svo er ekkiúr vegi að toppa þetta með smá súkkulaði og fersku sítrónuvatni. Það er bara allra meina bót. 

Mér finnst alltaf frekar gaman að kaupa gjafir. Sérstaklega eftir því sem ég eldist og er búin að læra að hversu gaman það er að hugsa svolítið út í gjöfina og hafa eitthvert þema. Það gefur henni svolítið meiri sjarma og þarf ekki að kosta mikið. Það er t.d hægt að kaupa fallega salatskál og svo efni til að búa til gott salat, eða ostabakka og láta osta fylgja með. 

Sunday, June 2, 2013

Lífið er núna!


 (Ég er komin með dagbók fyrir sumarið)

Undanfarið hef ég verið að kljást við hluti sem ég á erfitt með að sætta mig við. Stundum er eins og völdin séu tekin af manni og lífið bara flæðir áfram eins og straumur í vatni.

Ég hef verið frekar ráðalaus í öllu þessu og ekki alveg getað sett hugan við það sem ég ætlaði mér að gera.

En eins og oft er sagt eigum við ekkert annað en núið svo það er eins gott að nýta  það. Sjá fegurðina í kringum sig, gefa sér góðan tíma með þeim sem manni þykir vænst um og njóta þess sem færir manni gleði.