Sunnudagar verða tileinkaðir, smásögum, örsögum og ljóðum. :) Hérna kemur sú fyrsta.
,,Ekki fara!" kallaði hún þegar ég var á leiðinni út um hurðina á skemmtistaðnum. Ég stansaði augnablik en vissi samt sem áður að ég gæti ekki verið mínútu lengur á þessum stað. Ég var alveg búin að vera þarna nógu lengi.
Þær höfðu verið fyrr um kvöldið á röltinu niður í bæ, að spjalla og rifja upp gamla tíma. Það voru tvö ár síðan þær hittust síðast. Alveg síða vinkona hennar fór í háskólan höfðu þær lítið talað saman. En hvað með það hún var bara að vinna á símanum í kassagerðinni en vinkona hennar var í viðskiptafræði í HR. Síðan hringdi vinkona hennar í hana í gær og spurði hvort þær ættu ekki að hittast. Þær ákváðu að fara út að borða kvöldið eftir.
Þær völdu að fara á litla ítalska veitingastaðinn sem þær borðuðu svo oft á í menntó. Hann var svo notalegur og alltaf svo rólegt. Þegar þær voru búnar að spjalla heillengi ákváðu þær að labba niður laugarvegin. Þetta var fremur hlýtt fimmtudagskvöld í apríl. Það var farið að vera bjart frammeftir kvöldi og fersk vorlykt í loftinu.
Þegar þær voru kommnar áleiðis niður laugarveginn heyrðu þær kunnulega tónlist koma frá litlu kaffihúsi. Þetta var uppáhalds hljómsveitinn þeirra og þær stóðust ekki mátinn og kíktu inn. Allt í einu leið þeim aftur eins og í gamla daga. Þær pöntuðu sér bjór á barum og settust við borð sem var hæfilega nálægt hljómsveitinni. Svo sungu þær bara hástöfum með lögunum og hlógu. Eftir nokkra stund komu tveir strákar og spurðu hvort þeir mættus setjast hjá þeim. Þær fóru báðar hjá sér og eftir smá stund voru þau öll farinn að spjalla, hlægja og hafa gaman. Þau komust að því að þau höfðu öll verið í sama menntaskóla og gátu hlegið að kennurunum, rætt félagslífið og námsefnið. Þegar talið barst að stærðfræðikennaranum alræmda fraus ég. Tilfinningarnar heltust yfir mig og ég réð ekkert mig, greip bara töskuna mína og streymdi út hurðina. Mér var orðið flökurt, ringluð og hrædd. Vinkona mín kom steymandi á eftir mér. ,,Núna skil ég þetta!" sagði hún ákveðinni röddu, sem var í raun mjög lýsandi fyrir hana. Í okkar vinskap hafði hún alltaf verið þessi ákveðna týpa sem stóð alltaf við bakið á manni.
,,Ekki fara!" bað hún mig. ,,Undanfarin tvö ár hef ég verið að brjóta heilan yfir því hvað gerðist með þig. Fyrst hélt ég að ég hefði gert eitthvað, og í allann þennan tíma he ég ekki verið alveg viss nema þú værir fúl út í mig. En núna skil ég þig. Þú varst skotin í Magga stærðfræðikennara." Ég sagði ekki neitt en tilfinningarnar komu allar aftur, ástíðan á milli mín og hans og svo þessi yfirþyrmandi tilfinning þaega hann sagði henni að þau gætu ekki hist lengur. Eða hann vildi hana ekki lengur. Höfnunin hafði verið alger. Hann átti ekki konu eða neitt hann sagðist bara ekki að honum fyndist ekki rétt að halda þessu áfram. Hún væri of ung og hann vildi ekki eyðileggja líf hennar.
Í fyrsta skipti sagði sagði ég vinkonu minni frá þessu og það var svo gott að segja frá. Hún hlustaði á mig þögul og skiliningsrík. Þegar ég var búin að segja henni frá þessu öllu sagði hún ,,þú ert núna að fela þig. Þú kúldrast bara inni í lítilli skrifstofu hjá kassagerðinni og felur þig fyrir umheiminum út af ástarsorg"
Einhvernveigin við að heyra þetta var eins og ég áttaði mig á hlutunum. Í fyrsta skipti í 2 ár leið mér eins og ég gæti hugsað skýrt. Álögunum hafði verið létt.