Friday, October 3, 2014

Haustið er komið.














Það er eins og litapallettann mín breytist örlítið með haustinu. Ég hef alltaf verið þannig að veðrátta og árstíðir hafa áhrif á skapið mitt. Skærir, glaðlegir og pastell litir víkja fyrir dekkri og mýkri litum.

Ár hvert tek ég ástfóstri við einhverja liti og mig grunar að dökk rauður og grænn verði litirnir mínir þennan veturinn. 


Friday, September 19, 2014

....þegar neiðin er......

Stundum þegar þörfin fyrir eitthvað súkkulaðisætt verður alveg óstöðvandi finnst mér svo gott að búa til betri útgáfu af annars mjög sykurðu og óhollu. Þó að það sé ekki afsökun til þess að missa alveg kúlið og borða öll herlegheitin því þetta er jú samt sem áður nammi. Ef maður ætlar sér að halda sér í góðu formi er nausynlegt að vera með reiknisdæmið á hreinu, hitaeiningar eru alltaf hitaeiningar og ef þær eru ekki nýttar sem eldsneyti sitja þær bara sem fastast á kroppnum.

Þessi uppskrift er úr bókinni Heilsuréttir fjölskyldunnar og er ótrúlega einföld, svo er kökunum bara skellt í frystinn og auðvelt að grípa í þegar allt stefnir í óefni.

En hér er uppskrifin: 

100 gr 70% súkkulaði
60 gr smjör
4 msk. agave sýróp
5 dl kornfleks (helst sykurlaustog glúteinlaust)

setja allt nema korfleksið í pott og bræða saman, gæta þess þó að hafa lágann hita því súkkulaðið er viðkvæmt fyrir hita. Mæla kornflexið og setja það í skál. Hella svo súkkulaðblöndunni yfir og hræra vandlega. Setja síðan herlegheitinn í form og inn í kæli eða frysti í um klukkutíma, þegar þetta er fast saman er hægt að njóta.

Sunday, September 14, 2014

Sunnudags-milli-mál


Ég setti mér það markmið að taka lífstílinn á næsta plan í haust. Nú er ég að vinna í að finna mér ný millimál. Nú er ég að prufa mig áfram með Chia fræ þau eru algjör ofurfæða og einfalt að búa sér til gómsætt úr þeim. Ég hef alltaf haft mikið dálæti á Ebbu Guðný  og nýtti mér hennar leiðbeiningar að því hvernig maður útbýr sér Chia graut. 

Í dag bjó ég mér til einn svona með epli og vanillu. Það var ótrúlega gott. 



Sunday, August 31, 2014

Lífið



Mér finnst ég hljóma eins og eldgömul hljómplata þegar ég segi:
"það er eins og dagarnir bara fljúgi áfram"
Núna er september að hefjast, vikurnar líða og ég næ ekki að klára öll þau verkefni sem ég ætla mér að klára. 

Ég rakst á þessa grein í dag og hún talaði örlítið til mín. Þegar manni er farið að líða eins og ekkert gangi nákvæmlega eins og maður vill og maður  er ekki nema helmingurinn af sjálfum sér er kanski komin tími á að gefa sjálfum sér smá ,,breik." 

Þannig að í staðinn þess að nýta kvöldið til þess að klára öll þess verkefni sem ég hef ekki haft tíma til, gaf ég mér breik frá öllu. 

Heyrumst. 

Monday, August 25, 2014

Mánudags gleði.



Ég átti alveg hreint frábæra helgi. Tókst á við áskorun og lærði heil margt um sjálfa mig. Það er gott þegar gefast tækifæri til að sjá hluti og sjálfa sig í nýju ljósi. Nú er bara að taka þessa viku föstum tökum og nýta hana eins vel og hægt er. Vikan er pökkuð af als kyns verkefnum og ég er spennt að takast á við þau.

Eitt af því sem ég setti mér sem markmið á þessu hausti er að hafa sunnudags síðdegin til afslöppunar heima hjá mér. Mér hefur alltaf þótt tilhugsunin við kósý sunnudaga þar sem að engin verkefni bíða, heimilið fallegt og hægt sé að sitja í sófanum með te og lesa góða bók svo notaleg. Svona stund með sjálfum sér sem hægt er að hlakka til.

Í gær hins vegar fór Danni á fullt við að taka til og endurraða í geymslunni, setja upp ljós og nostra við heimilið. Ég ákvað að nýta mér þessa orku sem hann gaf af sér. Þannig náði ég loksins að klára eitthvað sem setið hefur á hakanum í langan tíma sem var að taka til og endurraða fataskápinn.  Þvílikur munur að vakna á morgnanna og finna sér föt. 



En þá er bara að halda af stað út í vikuna. 


Saturday, August 23, 2014

Reykjarvíkurmaraþon 2014




Mér hefur alltaf þótt mjög gaman að hreyfa mig og vera virk í ólíkum áhugamálum. En það var ekki fyrr en á fullorðinsárum sem ég áttaði mig á því hversu mikilvægt það er fyrir mig að fá útrás í gegnum hreyfingu. Síðan þá hef ég prufað mig áfram í als kyns hreyfingu og fundið út að Crossfit og hlaup er eitthvað sem heillar mig mest. Crossfit er orðið að einskonar þráhyggju hjá mér, svo ég hef sett mér það markmið að fara að prufa aftur fleiri tegundir af íþróttum. Því það er alltaf gott að prufa nýja hluti og öðlast meiri reynslu.

Í ár var ég ákveðin í að fara ekki á hálf maraþon, ég hef hlaupið það tvisvar áður. Ég fór í fyrra og fann að ég var ekki spennt að fara aftur. En þegar vika var í hlaupið fékk ég áskorun frá vinkonu minni að fara með henni 21km. Það þurfti ekki langan tíma til að tala mig til. Svo í dag kláraði ég hálfmaraþon óundirbúin og finnst það í raun mesta afrekið mitt. Ég er líka einstaklega ánægð með málstaði sem við styrktum. Það við söfnuðum áheitum fyrir Ljónshjarta sem eru samtök ungs fólks sem misst hefur makas sinn og börn sem misst hafa foreldri sitt. Þetta eru alveg ný samtök sem eru að stíga sín fyrstu skref og því verðugt að hlaupa fyrir svona málefni.

Þvílíkt skemmtilegur morgun með frábærri vinkonu. Getur maður beðið um annað? Nei ég held ekki.


Tuesday, August 19, 2014

Frú. Lauga.

Um daginn kíkti ég í Frú. Laugu, verslun sem selur matvöru beint frá býli. Ég er mikill matgæðingur og nýt þess að fara þarna til að skoða úrvalið. Það er ekki annað hægt en að dáðst að úrvalinu og ferskleikanum. Síðan er stemmningin í búðinni svo skemmtileg. Ég kom heim með ferskt grænmeti til að búa til æðislegt salat ásamt fleiru góðgæti.


Monday, August 4, 2014

Versló.


 Ég er ein af þessum sem elska að vera heima yfir verslunarmannahelgina. Þó það sé alltaf eitthvað um að vera þá er einhver svo notaleg kyrrð yfir öllu. Mér finnst frekar fyndið að segja frá því en þá virðist ég vera komin í rútínu að blogga bara einu sinni í mánuði. Það er eins og tíminn bara líði áfram án þess að ég átti mig á því fyrr en um mánaðmót.

 Undanfarið hef ég örlítið verið að ,,ströggla" með sjálfa mig og eiginlega bara upplifað mig ,,uninspired" í því sem ég er að gera. Ég er ekki endilega að meina að ég sé óánægð, það er nóg að gera og alltaf fullt af gamani í lífinu. Þetta snýst meira um óvissu með ákvarðanir. En svo rakst ég á þennann póst hjá konu sem er 44 ára og heimsmeistari í Crossfit í sínum aldursflokki og algjör töffari:

"Today may there be peace within. May you trust that you are exactly where you are meant to be. May you not forget the infinite possibilities
that are born in yourself and others. May you use the gifts that you have received and pass on the love that has been given to you. May you be content with yourself just the way you are. Let this knowledge settle into your bones, and allow your soul the freedom to sing, dance, praise and love.

It is there for each and every one of us."

Hann gaf mér einhverja fullvissu um að það eina sem skiptir máli er bara að ekki að stoppa að lifa og  prufa sig áfram í lífinu. Finna hvað hentar hverju sinni og ekki vera hrædd við breytingar í sjálfum sér og umhverfinu.

Á þessum nótum segjum við bless elsku Júlí uppáhalds sumarmánuðirinn minn og halló Ágúst.







Monday, July 28, 2014

Sumarfrí

Vatnsmelóna, gúrka, rauðlaukur og mynta.
Ég er alltaf jafn furðulostin hvað sumarið líður hratt. Júlímánuður sem er aðal sumarmánuðurinn næstum á enda og þar með sumarfríið mitt. Þó svo að sólin hafi lítið látið sjá sig í þessu sumarfríi hefur mér samt sem áður tekist að njóta þess og finna fyrir sönnum sumaranda. Ég er nú samt sem áður að vonast til að fá að sjá aðeins meira í bláan himininn, svona í sumarlok. Ég er orðin aðeins of mikill innipúki í þessu rigningargráma.

En á meðan lífga ég bara upp á tilveruna með fallegum, safaríkum salötum og skemmtilegri tónslist.


Tuesday, July 1, 2014

Júní er búinn :)



Já nú er komin Júlí og þó svo að það rigni eins og helt væri úr fötu þá er ég full tilhlökkunar. Ég full tilhlökkunar og er alveg að verða tilbúin með lista yfir það sem mig langar að gera næstu tvo sumarmánuði.

En hérna eru nokkrar myndir frá Júní.





Það var 15 ára afmæli Herbalife á Íslandi

Ég og vinkona mín fórum á geggjaða útiæfinug.



Svo var æðislegur Lífstíldagur


Fór í afmæli til vinkonu minnar sem var hippaþema.




Höfðum dekurkvöld












Saturday, June 21, 2014

Stundum er alveg nauðsynlegt að setja jarðarber í salatið sitt. Undanfarið hafa dagarnir bara verið rigningargráir og sálin hálf döpur. En þá er bara að finna skemmtilega hluti til að lífga upp á tilveruna eins og gott, sumarlegt salat með kvöldmatnum. 

Ég er að átta mig á því að skipulagið hjá mér er ekki nógu gott. Núna þegar það er orðið mun meira að gera hjá mér finn ég hvað það er nauðsynlegt að skipuleggja sig vel. Ég er týpan sem finnst gott að skrifa lista sem ég get krossað út af. Svo næsta vika fer í að skrifa lista og búa til betra skipulag.

Friday, June 13, 2014

Helgarfrí.......

Helgarfrí á sumrin eru svo miklu meira spennandi á sumrin. Litrík naglalökk, sandalar og stuttermabolir verða einkennis klæðnaðurinn minn.  Rútínan breytist og allt verður miklu auðveldara. Ég er að setja saman lista yfir það sem ég ætla að gera í sumar, hlakka til að deila honum hérna á síðunni minni.

En til að koma okkur inn í helgina hérna eru nokkrir skemmtilegir hlutir sem ég hef verið að bralla í vikunni:

Las þessa áhugaverðu grein.

Finnst þessi sumarlegi bleiki litur æði


Ég er svo að fíla hermannagræna jakka, hér eru nokkrar hugmyndir um hvernig er hægt er að útfæra dressið út frá því.

Ég er ekkert sérstaklega klár þegar kemur að því að mála mig, því tók ég þesum 10 ráðum fegins hendi.


Njótið júní helgarinnar gott fólk.

Tuesday, May 27, 2014

Audrey Hepburn.


Ég tel mig vera fatafrík, þó ekki endilega í þeim skilningi að ég hafi þörf fyrir að kaupa mér mikið af nýju. Þó ég hafi mikla ánægju af því að kaupa mér föt, setja saman dress og prufa mig áfram með það sem mér finnst flott.

Ég hef alltaf haft mikin áhuga á fólki, sérsetaklega að skoða hvernig það klæðir sig og ber fötin sem það velur sér. Þá fæ ég oft hugmyndir um samsettningar og nýjum leiðum að nota fötin mín. Ég verð þó að viðurkenna að mér finnst sérstaklega gaman að skoða hvernig leikkonur klæða sig, bæði hversdagslega og á verðlaunaafhendingum. Sérstaklega finnst mér gaman að skoða fatasmekk klassísku leikkonunnar. Það er svo gaman að skoða tímalausa tísku. Mín uppáhalds er Audrey Hepburn. Ég hef alltaf haft gaman af bíómyndunum sem hún lék í og auðvitað líka horfa á hvernig hún klæddi sig í þeim. Svo var hún líka alveg ótrúlega flottur brautryðjandi og ferðaðist um alla heim sem fulltrúi unicef. 

Ég rakst á þessa skemmtilegu grein um fatasmekkinn hennar, fyrir þá sem hafa áhuga.


Sunday, May 25, 2014

....there's a seson, turn turn.

Mynd af facabook
undanfarið ár hef ég ekki haft mig í að skrifa. Það hefur ekki verið af því mig langði ekki til þess heldur hef ég bara ekki fundið mig í því að skrifa. 

Í hvert sinn sem ég hef sest niður við tölvuna til er eins og eitthvað stoppi mig. Í huganum eru fullt af hugmyndum en samt gerist ekki neitt. 

Ég hef því verið lengi að hugsa hver tilgangurinn með því að vinna þetta blogg sé og hvort það sé þess virði að halda árfam. Ég skoða reglulega fullt af skemmtilegum lífstílsbloggum og finnst heillandi að fá innsýn inn í það sem aðrir eru að gera. Það gefur mér nýja sýn á mitt eigið líf og hvað mig langar til þess að fá út úr því. 

Um daginn las ég áhugaverða færslu á einu bloggi þar sem hugmyndir um lífið og tilgang þess var umfjöllunarefnið. Höfundurinn var að ræða um það hvers vegna við hefðum alltaf þörf fyrir að útskýra og réttlæta allar skoðanir okkar, hvort það væri ekki stundum nóg að vera sátur við sjálfan sig því við værum jú að lifa fyrir okkur sjálf en ekki aðra. Eitt sem ég tók frá þessari færslu var að oft er nóg að vera réttlátur við sjálfa sig, lifa í núinu og vera besta útgáfan af sjálfum sér á hverjum tíma.

Upphaflega var þetta blogg hugsað sem leið fyrir mig til að halda utan um það sem heillar mig og setja hversdagsleikan í aðra mynd. Því er engin ástæða til að hætta, heldur gefa sér tíma til að finna taktinn og gefa meira í þetta.  


 

Friday, January 24, 2014

....La La how life goes on!



Undanfarið hefur janúar með öllu sínu skammdegi alveg heltekið mig. Ég hef ekki náð að koma mér af stað og í kjölfarið hafa verkefnin hrannast upp. Ég tók ákvöðrun um áramótinn að á þessu ári ætlaði ég að koma ýmsu í verk svo það er eins gott að bretta upp ermar og hefjast handa. Svo rakst ég á þessa grein sem gaf mér nýja sín á hvering ég get skipulagt mig í ár.

Svo nú er bara að setja sér upp vinnuaðferðir og hefjast handa.

Friday, January 3, 2014

2014



Gleðilegt nýtt ár!

Með nýju ári koma ný markmið. Ég er alltaf svo spennt fyrir þessu tímabili sem er að ganga í garð. Þegar búið er að setja sér markmið og komin er tími til a setja niður leiðir til að vinna að þeim. Ég er komin með nokkur markmið sem ég ætla að vinna að á þessu ári og planið er að setjast niður. Nú er bara að hrinda því framkvæmd. 



Nýja árið byrjaði með brúðkaupi sem var ótrúlega skemmtilegt. En gerði það samt að verkum að mér fannst vera nýársdagur í gær. Það skiptir nú kanski ekki öllu. markmiðin voru samt sem áður sett niður. 

Hérna eru nokkur af þeim, trikkið er að hafa ekki of mörg markmið og vera búin að skrifa niður leiðir til að farmkvæma þau (læt það nú samt ekki fylgja með hér):           
  • Geta gert hríngdýfur.
  • Taka alltaf 10 mínutur eftir æfingu í að teygja.
  • Skrifa reglulega á bloggið. 
  • Lesa eina uppbyggjandi bók á mánuði.
  • Drekka meira vatn.
  • Eiga föst deit við vinkonur mínar í hverjum mánuði.
(mydin er frá facebook síðu Bryan Tracy)