Gleðilegt nýtt ár!
Með nýju ári koma ný markmið. Ég er alltaf svo spennt fyrir þessu tímabili sem er að ganga í garð. Þegar búið er að setja sér markmið og komin er tími til a setja niður leiðir til að vinna að þeim. Ég er komin með nokkur markmið sem ég ætla að vinna að á þessu ári og planið er að setjast niður. Nú er bara að hrinda því framkvæmd.
Nýja árið byrjaði með brúðkaupi sem var ótrúlega skemmtilegt. En gerði það samt að verkum að mér fannst vera nýársdagur í gær. Það skiptir nú kanski ekki öllu. markmiðin voru samt sem áður sett niður.
Hérna eru nokkur af þeim, trikkið er að hafa ekki of mörg markmið og vera búin að skrifa niður leiðir til að farmkvæma þau (læt það nú samt ekki fylgja með hér):
- Geta gert hríngdýfur.
- Taka alltaf 10 mínutur eftir æfingu í að teygja.
- Skrifa reglulega á bloggið.
- Lesa eina uppbyggjandi bók á mánuði.
- Drekka meira vatn.
- Eiga föst deit við vinkonur mínar í hverjum mánuði.
(mydin er frá facebook síðu Bryan Tracy)