Saturday, October 26, 2013

Gallaskyrtur og þykkir sokkar.


Það hefur valla farið framhjá nokkrum manni að það er brjálað að gera hjá mér þessa dagana. Svo kemur alltaf þessi tímapunktur þegar ég fer að spá í hvort þetta sé allt þess virði. Mér fer að finnast ég gera allt illa og þá langar mig bara að sleppa þessu. En ég er að finna ráð við þessu. Það er ótrúlega gott að stoppa bara í augnablik og skoða hvaða litlu atriði í lífinu sem gera það örlítið betra. Um daginn horfði ég á mynd sem heitir Fried green tomatoes og það  fékk mig til að hugsa hvernig lífið getur tekið á sig óvænta snúniga. Hvernig hlutir sem við höldum að skipti máli gera það svo á endanum ekki og hvernig fólk getur komið okkur á óvart með gjörðum sínum. Það er ekkert sem við ráðum við því. Stundum verðum við bara að sleppa takinu og leyfa okkur sjálfum að horfa á hlutina eins og þeir eru í staðin fyrir að vera alltaf að berjast á móti.

Svo héðan í frá ætla ég að gefa mér nokkrar mínutur á dag til að taka inn lífið og horfa á litlu hlutina sem gera það aðeins betri. Svo hérna byrjum við. 

Gallaskyrtan mín. Elska hana og er alltaf í henni.

Hlýjir sokkar á kvöldiðn því mér er svo kalt á tánum.

Keypti mér nýtt naglalakk í sjúklega flottum lít.

Paleo borgari og sætar kartöflur. Hafiði séð þessa mynd áður kanski?


No comments:

Post a Comment