Dagurinn var alveg frábær. Kom sjálfri mér á óvart í hlaupinu og bætti tímann minn. Það var ótrulega gaman að byrja hlaupið með vinkonu minni en svo týndum við hvor annari fljótlega í allri mannmergðinni og fundum hvor aðra aldrei aftur. Sem var frekar leiðinlegt því við náðum aldrei mynd af okkur sama. Eyddi svo deginum með fjölskydunni minni. Svona dagar gefa manni svo mikinn kraft. Endaði svo daginn upp í sófa að hlusta á tónleikana á Arnarhóli með súkkulaði, já mér líður eins og gamalmenni.


No comments:
Post a Comment