Saturday, June 21, 2014

Stundum er alveg nauðsynlegt að setja jarðarber í salatið sitt. Undanfarið hafa dagarnir bara verið rigningargráir og sálin hálf döpur. En þá er bara að finna skemmtilega hluti til að lífga upp á tilveruna eins og gott, sumarlegt salat með kvöldmatnum. 

Ég er að átta mig á því að skipulagið hjá mér er ekki nógu gott. Núna þegar það er orðið mun meira að gera hjá mér finn ég hvað það er nauðsynlegt að skipuleggja sig vel. Ég er týpan sem finnst gott að skrifa lista sem ég get krossað út af. Svo næsta vika fer í að skrifa lista og búa til betra skipulag.

Friday, June 13, 2014

Helgarfrí.......

Helgarfrí á sumrin eru svo miklu meira spennandi á sumrin. Litrík naglalökk, sandalar og stuttermabolir verða einkennis klæðnaðurinn minn.  Rútínan breytist og allt verður miklu auðveldara. Ég er að setja saman lista yfir það sem ég ætla að gera í sumar, hlakka til að deila honum hérna á síðunni minni.

En til að koma okkur inn í helgina hérna eru nokkrir skemmtilegir hlutir sem ég hef verið að bralla í vikunni:

Las þessa áhugaverðu grein.

Finnst þessi sumarlegi bleiki litur æði


Ég er svo að fíla hermannagræna jakka, hér eru nokkrar hugmyndir um hvernig er hægt er að útfæra dressið út frá því.

Ég er ekkert sérstaklega klár þegar kemur að því að mála mig, því tók ég þesum 10 ráðum fegins hendi.


Njótið júní helgarinnar gott fólk.