Stundum er alveg nauðsynlegt að setja jarðarber í salatið sitt. Undanfarið hafa dagarnir bara verið rigningargráir og sálin hálf döpur. En þá er bara að finna skemmtilega hluti til að lífga upp á tilveruna eins og gott, sumarlegt salat með kvöldmatnum.
Ég er að átta mig á því að skipulagið hjá mér er ekki nógu gott. Núna þegar það er orðið mun meira að gera hjá mér finn ég hvað það er nauðsynlegt að skipuleggja sig vel. Ég er týpan sem finnst gott að skrifa lista sem ég get krossað út af. Svo næsta vika fer í að skrifa lista og búa til betra skipulag.

