Saturday, October 26, 2013

Gallaskyrtur og þykkir sokkar.


Það hefur valla farið framhjá nokkrum manni að það er brjálað að gera hjá mér þessa dagana. Svo kemur alltaf þessi tímapunktur þegar ég fer að spá í hvort þetta sé allt þess virði. Mér fer að finnast ég gera allt illa og þá langar mig bara að sleppa þessu. En ég er að finna ráð við þessu. Það er ótrúlega gott að stoppa bara í augnablik og skoða hvaða litlu atriði í lífinu sem gera það örlítið betra. Um daginn horfði ég á mynd sem heitir Fried green tomatoes og það  fékk mig til að hugsa hvernig lífið getur tekið á sig óvænta snúniga. Hvernig hlutir sem við höldum að skipti máli gera það svo á endanum ekki og hvernig fólk getur komið okkur á óvart með gjörðum sínum. Það er ekkert sem við ráðum við því. Stundum verðum við bara að sleppa takinu og leyfa okkur sjálfum að horfa á hlutina eins og þeir eru í staðin fyrir að vera alltaf að berjast á móti.

Svo héðan í frá ætla ég að gefa mér nokkrar mínutur á dag til að taka inn lífið og horfa á litlu hlutina sem gera það aðeins betri. Svo hérna byrjum við. 

Gallaskyrtan mín. Elska hana og er alltaf í henni.

Hlýjir sokkar á kvöldiðn því mér er svo kalt á tánum.

Keypti mér nýtt naglalakk í sjúklega flottum lít.

Paleo borgari og sætar kartöflur. Hafiði séð þessa mynd áður kanski?


Sunday, October 20, 2013

Home alone



Mér líður stundum eins og rispuð plata. En síðasta vika tók all verulega mikla orku. Hún var uppfull af veikindum og vandræðum. En ég komst lifandi frá henni og reynslunni ríkari. Samt er ég ekki alveg að ná að hlaða batteríin fyrir átök næstu viku. Þannig að þegar ég sá framm á að ég er yrði ein seinni partinn í dag ákvað ég að grípa tækifærið og njóta. Svo ég leyfði mér bara að kaupa mér nýtt naglalakk, borða súkkulaði og hnetusmjör, sleppa því að greiða mér og stelast í smá bókalestur.



Lífið mitt er orðið allt annað eftir að ég fattaði Kindel forritið og Amazon. Þannig að nú get ég keypt mér rafbækur og sleppi við að lenda í massívri skuld á bókasafninu eins og áður. Mér hefur nefnilega alltaf þótt gaman að lesa en hef ekki gert mikið af því undanfarin ár nema þegar ég kaupi bækur því ég næ aldrei að skila bókum á réttum tíma og þar af leiðandi er ég á bannlista á bókasafninu (eða svona næstum). En núna er þetta bara allt komið í spjaldtölvuna og lífið mitt alveg hreint dásamlegt fyrir vikið. Nú er ég komin í svona bókaklúbb sem les skvísubækur. Það er svo fínt því þær eru fyndar spennandi og auðlesnar. Sem hentar vel fyrir námsmannin sem hefur ekki mikið af frítíma tila að lesa. Neibb ég er sko ekkert búnin að gleyma að ég er í háskólanámi. Svo ég vona að þessi dagur hafi gefið mér það sem ég þurftir til að endurhlaða. 

Wednesday, October 9, 2013

September 2013

Ein af markmiðum oktobermánaðr er að borða meira af grænmeti í millimál.



Vá hvað september leið hratt! Ótrúlegt hvað tímin flýgur þegar það er nóg að gera. Skólinn  byrjaði strax ,,full force" og það er alltaf líf og fjör í vinnunni. Svo hafa bæst við fullt af skemmtilegum auka verkefnum sem gefa lífinu auka lit. Ég get alla vega ekki kvartað yfir aðgerðarleysi og er bara sátt með það.


Hér eru svo septembermánuður í nokkrum myndum.

Heimanám.


Sykurlaus snikcerskaka.

Kaffihúsakvöld með dásemlegum skvísum.

5x5 mót með CFH.

Tuesday, October 1, 2013

.........

Á síðsumar kvöldi, hitti ég þig.
Bláeygða strákinn sem kyssti mig.

Ég vissi það ekki, 
en hjartað mitt vissi það samt,
að þarna var komin mín eina sanna ást.