Mér líður stundum eins og rispuð plata. En síðasta vika tók all verulega mikla orku. Hún var uppfull af veikindum og vandræðum. En ég komst lifandi frá henni og reynslunni ríkari. Samt er ég ekki alveg að ná að hlaða batteríin fyrir átök næstu viku. Þannig að þegar ég sá framm á að ég er yrði ein seinni partinn í dag ákvað ég að grípa tækifærið og njóta. Svo ég leyfði mér bara að kaupa mér nýtt naglalakk, borða súkkulaði og hnetusmjör, sleppa því að greiða mér og stelast í smá bókalestur.

Lífið mitt er orðið allt annað eftir að ég fattaði Kindel forritið og Amazon. Þannig að nú get ég keypt mér rafbækur og sleppi við að lenda í massívri skuld á bókasafninu eins og áður. Mér hefur nefnilega alltaf þótt gaman að lesa en hef ekki gert mikið af því undanfarin ár nema þegar ég kaupi bækur því ég næ aldrei að skila bókum á réttum tíma og þar af leiðandi er ég á bannlista á bókasafninu (eða svona næstum). En núna er þetta bara allt komið í spjaldtölvuna og lífið mitt alveg hreint dásamlegt fyrir vikið. Nú er ég komin í svona bókaklúbb sem les skvísubækur. Það er svo fínt því þær eru fyndar spennandi og auðlesnar. Sem hentar vel fyrir námsmannin sem hefur ekki mikið af frítíma tila að lesa. Neibb ég er sko ekkert búnin að gleyma að ég er í háskólanámi. Svo ég vona að þessi dagur hafi gefið mér það sem ég þurftir til að endurhlaða.