Þessi uppskrift er úr bókinni Heilsuréttir fjölskyldunnar og er ótrúlega einföld, svo er kökunum bara skellt í frystinn og auðvelt að grípa í þegar allt stefnir í óefni.
En hér er uppskrifin:
100 gr 70% súkkulaði
60 gr smjör
4 msk. agave sýróp
5 dl kornfleks (helst sykurlaustog glúteinlaust)
setja allt nema korfleksið í pott og bræða saman, gæta þess þó að hafa lágann hita því súkkulaðið er viðkvæmt fyrir hita. Mæla kornflexið og setja það í skál. Hella svo súkkulaðblöndunni yfir og hræra vandlega. Setja síðan herlegheitinn í form og inn í kæli eða frysti í um klukkutíma, þegar þetta er fast saman er hægt að njóta.



