Sunday, November 18, 2012

Nokkrir góðir hlutir.

Falleg hálsmen, sem setja punktin yfir i-ið á dessinu

Í öllu brjálæðinu sem á sér stað alla daga hefur maður sjaldan tíma til að stoppa aðeins og njóta litlu smáatriðana í lífinu. Því finnst mér frábært að nota þetta blogg til að minna mig á það. Þar sem að undanfarnir daga hafa verið vægast sagt erfiðir hef ég tekið ákvörðun að gera það vikulega hérna. Ég er að stela hugmyndinni frá öðrum bloggara sem heldur úti alveg æðislegu bloggi sem kallast Cupcakes and Cashmere. Ég hef trú á að þetta geti verið alveg frábært hugmynd. Svo nú skulum við prufa og sjá hvernig þetta gengur.

Nokkrar af upphálds. 
Need I say more?

Tuesday, November 6, 2012

Kósy matur.


Undanfarið hefur veðrið verið að leika okkur grátt á höfuðborgarsvæðinu. Kuldi, rok og rigning hefur verið að ásækja okkur og einhvern vegin veit ég aldrei hvað kemur næst.

 Samt sem áður er ég aldrei tilbúin til að fá veturinn, ég er alltaf jafn hissa og undrandi þega nóvember er komin með myrkri og kulda. Í ár ákvað ég samt að vera undirbúin var búin að kaupa kerti til að fá fallega lýsingu í húsið og búin að koma fyrir lömpum á þeim stöðum sem ég tel að kerti séu ekki æskileg






Annað sem ég ætla að gera til að gera vetrarkuldan og myrkrið meira bærilegt er að elda kósý mat. Súpur, pottréttir og wok-pönnu réttir með mikið af góður grænmeti er yndilsleg tilbreyting frá ferska og sumarlega salatinu.