Undanfarið hefur veðrið verið að leika okkur grátt á höfuðborgarsvæðinu. Kuldi, rok og rigning hefur verið að ásækja okkur og einhvern vegin veit ég aldrei hvað kemur næst.
Samt sem áður er ég aldrei tilbúin til að fá veturinn, ég er alltaf jafn hissa og undrandi þega nóvember er komin með myrkri og kulda. Í ár ákvað ég samt að vera undirbúin var búin að kaupa kerti til að fá fallega lýsingu í húsið og búin að koma fyrir lömpum á þeim stöðum sem ég tel að kerti séu ekki æskileg
Annað sem ég ætla að gera til að gera vetrarkuldan og myrkrið meira bærilegt er að elda kósý mat. Súpur, pottréttir og wok-pönnu réttir með mikið af góður grænmeti er yndilsleg tilbreyting frá ferska og sumarlega salatinu.