Thursday, May 30, 2013

Halló Akureyri

 
Um hvítasunnuhelgina, skrapp ég til Akureyri með yndislegu fólki. Upplifði Gilið á opnunar degi. Gilið er gata með fullt af listasölum, reglulega eru opnanir á sama degi og þá skapast mjög skemmtileg stemmning þar sem fólk gengur á milli sýningasala, nýtur þess að skoða verkin og spjalla við listafólkið. Ég borðaði líka mikið af góðum mat og ís. Í alla staði yndislegt. 


Nú er ég loksins að ná að setja saman hugmyndirnar mínar og leggja upp plan fyrir major skemmtilegt sumar!






Wednesday, May 15, 2013

Úff!


Undanfarna daga hefur verið svo mikið af nýjum verkefnum að fara í gang. Það finnst mér alltaf mjög skemmtilegur og spennandi tími. 

En ég verð líka alveg uppgefin. 
Svo ég hlakka til að hlaða batteríin um helgina með familíunni. 

Svo er bara að koma nýjum hugmyndum í gang hér.

Friday, May 3, 2013

EH-hemm......

Hvað er hægt að segja?

Síðasta sunnudag herjaði á mig ein alsherjar kvefpest. Allar væntingar og vonir um dásamlegar stundir frelsis og dásemdar án skólabóka flugu út um gluggann. Lífð allt í einu snérist um að þrauka dagana og ná sér. Heil vika hefur liðið og það er núna fyrst sem að ég hef einhverja rænu til að gera eitthvað.

Ég hef hins vegar sökt mér inn í þetta og ég er pínu skömmustulega að segja að ég er að verða búin með þrjár fyrstu seríurnar. Núna er ég algörlega komin inn í allt dramað og ræð bara ekkert við mig.

Svo að ég fékk mér bara möffins og hélt áfram að gráta með ræfils fólkinu í þessum þáttum.

Ég hlakka til að ná mér er að fá hugmyndir að nýjum þáttum til að gera hérna á þessu bloggi sem ég vona að verði skemmtilegir.