Um hvítasunnuhelgina, skrapp ég til Akureyri með yndislegu fólki. Upplifði Gilið á opnunar degi. Gilið er gata með fullt af listasölum, reglulega eru opnanir á sama degi og þá skapast mjög skemmtileg stemmning þar sem fólk gengur á milli sýningasala, nýtur þess að skoða verkin og spjalla við listafólkið. Ég borðaði líka mikið af góðum mat og ís. Í alla staði yndislegt.
Nú er ég loksins að ná að setja saman hugmyndirnar mínar og leggja upp plan fyrir major skemmtilegt sumar!





