Tuesday, August 27, 2013

Haustið er koma!



Það er orðið þannig að fyrsti haustboði minn er þegar ég malla í kjötsúpu af einhverju tagi. Það er bara eitthvað svo notalegt við að fá sér góða kjötsúpu þegar byrjað er að kólna og dimma.

Saturday, August 24, 2013

1/2 maraþonið........


Dagurinn var alveg frábær. Kom sjálfri mér á óvart í hlaupinu og bætti tímann minn. Það var ótrulega gaman að byrja hlaupið með vinkonu minni en svo týndum við hvor annari fljótlega í allri mannmergðinni og fundum hvor aðra aldrei aftur. Sem var frekar leiðinlegt því við náðum aldrei mynd af okkur sama. Eyddi svo deginum með fjölskydunni minni. Svona dagar gefa manni svo mikinn kraft. Endaði svo daginn upp í sófa að hlusta á tónleikana á Arnarhóli með súkkulaði, já mér líður eins og gamalmenni.






Thursday, August 22, 2013

And it feels like sugar.........

Spenningur!
Lágvaxin kona á tónleikum. Nice
Ég og vinkona mín fórum á tónleika í gær. Það er þó nokkuð langt síðan ég fór síðast á tónleikga. Ég var alveg búin að gleyma hvað það er gaman að sjá og hlusta á ,,live" tónlist.

Ylja byrjaði að spila, ótrúlega falleg tónlist. Þar sem ég er frekar lágvaxin sá ég ekki mikið. En það skipti ekki málið, ég hlustaði bara. Við ákváðum svo að vera snillingar og setjast bara á gólfið beint fyrir framan sviðið. Þannig fengum við Hjaltalín beint í æð sem var eitt það magnaðasta sem ég hef upplifað lengi. Svo ég fór heim á gleðiskýi.




Hjaltalín.












Wednesday, August 14, 2013

Fyrsta vinnuvikan er hálfnuð.......


......lífið og rútínan. Nú er að koma betri mynd á haustið og veturinn. Svo byrjar skólinn í næsta mánuði. Svo nú er ég bara að taka ágúst með trompi hlaupa mikið, Crossfitta oft, njóta þess að elda góðan mat og vera í góðum félagsskap. Ég er bara frekar spennt að taka þetta 1/2 maraþon. 

Ég vona að vikan ykkar sé að fara jafn vel af stað.

(mynd via google.com)

Sunday, August 11, 2013

Sunnudags saga.............framhald!

Loksins, loksins hafði ég mig í að klára framhaldið á sögunni sem ég setti hérna inn um daginn. Mér finnst gaman að skrifa svona smásögur en það verður stundum bara svo erfitt. Ég vissi alltaf hvernig hún átti að enda en það var bara svo erfitt að koma sér að verki. En hérna kemur seinni hlutinn. 


Þegar við vorum komin niður í bæ ákvað hópurinn að fara á bar sem þau voru vön að fara. Barinn var í litlum kjallara, dimmur og fullur af reyk. Þau pöntuðu sér öll drykki og ég þorði ekki annað en panta líka. Drykkirnir komu og ég fann fljótt á mér, enda hafði ég aldrei smakkað vín áður. Kvöldið leið og ég skemmti mér konunglega. Ég var farin að kynnast krökkunum vel og fannst eins og núna væri ég búin að tryggja það að hann félli fyrir mér. Enda greip hann mig afsíðis nokkrum sinnum yfir kvöldið til að kyssa mig. Í hvert skipti kikknaði ég í hnjánum og varð öll svo heit að innann. Ef ég fengi bara eina ósk þá yrði hún að lífið myndi alltaf vera svona, nákvæmlega svona eins og þetta kvöld.

En auðvitað tekur allt enda og það kom að því að barnum var lokað. Ég hafði drukkið nokkuð af áfengi þannig að mér sundlaði og var óglatt. Hópurinn rölti niður Laugarveginn og stoppar við skartgripaverlsun. Allt í einu grípur hann í mig og segir mér að eigandinn af þessari verlsun hafi haft vin þeirra að rangri sök um að brjótast inn hjá honum og stela. Nú sitji vinur þeirra í fangelsi og þeim langi að hefna sín á honum með því að gera smá hrekk. Hann bauð mér að fara heim ég þyrfti ekki að vera með þeim í þessu. Auðvitða vildi ég vera með. Ég veit ekki hvort þetta var hann eða áfengið sem hafði þessi áhrif. Ég hefði aldrei samþykkt svona áður fyrr. En bara á þessu augnabliki, þessu kvöldi og með þessu fólki sagði ég já. ,,Flott sagði hann, vitlu þá geyma þetta fyrir mig. Þetta er partur af hrekknum, hún er ekki alvöru" sagði hann og rétt mér byssu. Þó að ég hefði aldrei haldið á byssu áður fann ég alveg að það sem ég hélt á var alvöru byssa. Það var eitthvað við áferðina og þungan, ég var alveg viss. Þegar sá svipinn á mér sagði hann hugreystandi að ég ætti bara að geyma hana smá fyrir sig. Svo myndi hann taka hana. Ég var engann veginn að átta mig á hvað þau ætluðu eiginlega að gera en þorði ekki að spyrja meira.

Einn af strákunum spennti upp bakhurðina á skartgripaverluninni og við fórum inn. Stákarnir í aftengdu öryggiskerfið og svo hlupu þau öll inn í búiðina og byrjuðuð að brjóta skápana. Þau gengu öll berserksgang þarna inni, eyðilögðu allt sem þau sáu. Ég varð alveg stjörf , gat ekki hreyft mig. Þetta var alveg hræðilegt, sama hvað eigiandinn hafði gert. Ég skildi ekki hvað þessir krakkar sem ég hélt að væri svo töff og klár væru að gera. Allt í einu ryðst inn eldir maður, ég veit ekki hvort þetta var eigandinn eða bara öryggisvörður. Þetta gerist allt svo hratt en hann hleypur bak við búðarborðið nær í kylfu og fer að slá krakkana. Svo sé ég að maðurinn hefur tekið strákinn sem ég var nýbúin að kynnast, strákinn sem ég var yfir mig ástfaginn af, snúið honum niður í gólf og er að berja af öllu alefli með kylfunni. Ég heyri hann kalla á mig og byðja mig að hjálpa sér. Augu okkar mætast eitt augnablik. Ég stend með byssuna í hendinni og svo hleypi ég skotinu af. Í eitt augnablik er eins og tíminn standi kyrr. Ég stend stjörf og ein í heiminum, allur hópurinn hleypur út, líka hann, ég heyri í sírenum.

Nú er ég hér. Horfi út á sumarnóttina. Glugginn minn er ekki stór en ég hef útsýni. Ég veit ekki hvenær ég fæ að fara út fyrir veggi fangelsisns. Dómurinn fyrir manndráp er þungur og ég get ekki réttlætt það sem ég gerði. Þetta er eitthvað sem ég þarf að lifa með að hafa gert. En í nótt er Jónsmessa og ég get látið mig dreyma.

Thursday, August 8, 2013

Bækurnar á náttborðinu.


Tuesdays with Morrie. e. Mitch Alblom, Síðasti fyrirlesturinn. e. Randy Paulch, Vígdís. e. Pál Valsson
Ég elska það þegar bækur ná að grípa mann þannig að maður getur ekki látið þær frá mér. En stundum er ég að lesa nokkrar bækur í einu allt eftir því í hvernig stuði ég er á kvöldin.

Í augnablikinu liggja þrjár bækur á náttborðinu. Tvær þeirra eru þó bækur sem ég les reglulega. Svo gríp ég í ævisögu Vígdísar Grímsdóttur. Mér finnst alltaf svo gaman að lesa góðar ævisögur, maður lærir alltaf eitthvað af reynlsu annarra.

Hinar bækurnar báðar eru í raun líka ævisögur en á allt annann hátt. Þær eru meira um lífssýn og veita mér innblástur í að takast á við drauma og þrár. Báðar bækurnar fjalla um háskólaprófessora sem eru að kljást við bannvæna sjúkdóma. Þetta eru í raun loka fyrirlestrarnir þeirra. Þó fjallar bækurnar ekki um dauðan heldur eru meira óður til lífsins og hvetja fólk til að vera besta útgáfan af sjálfum sér. Báðar þessar bækur hafa veitt mér innblástur. Þess vegna les ég þær reglulega, svona til að minna mig á hvað lífið hefur uppá að bjóða ef maður bara nennir að teygja sig eftir því.

Monday, August 5, 2013

Hlaupi, hlaupi, hlaupi.



Ég hef alltaf haft mjög gaman af útihlaupi. Í nokkur ár var það mín eina líkamsrækt. Það er eitthvað svo æðislegt við að fara út í ferska loftið með góða tónlist, taka inn umhverfið og hlaupa. Eftir að ég fór að æfa Crossfit hef ég ekki hlaupið alveg eins mikið en mér finnst þó gaman að fara inn á milli í sunnudags skokk um hverfið.

Í ár er vinkona mín búin að koma mér í stuð til að hlaupa 1/2 maraþon (ég by the way hef ekki hlaupið svona vegalengdir síðan 2008). Held það verði bara gaman, hlakka sérstaklega til að hafa gaman af þessu öllu með vinkonu minni.

Friday, August 2, 2013

Júlí á enda......



Þar sem Júlí er nú á enda og ég hef ekki verið eins dugleg að blogga og ég ætlaði mér þá set ég inn smá yfirlit yfir það sem ég hef verið að gera undanfarið. 

Við erum búin að taka nokkur road trip um landið. Langanes er ótrúlega fallegur staður.

Nestistími. Hádegismaturinn þarf ekki að vera óhollur á ferðalagi.


Hugmyndir, sögur og ljóð.
Heimsleikarnir í CrossFit. Ég sat límd við skjáinn.

Fór með yndislegu fólki í sund í Hveragerði og svo í humarsúpu á Fjöruborðið.

Mmmmmm..... kaka.