Tuesday, May 27, 2014
Audrey Hepburn.
Ég tel mig vera fatafrík, þó ekki endilega í þeim skilningi að ég hafi þörf fyrir að kaupa mér mikið af nýju. Þó ég hafi mikla ánægju af því að kaupa mér föt, setja saman dress og prufa mig áfram með það sem mér finnst flott.
Ég hef alltaf haft mikin áhuga á fólki, sérsetaklega að skoða hvernig það klæðir sig og ber fötin sem það velur sér. Þá fæ ég oft hugmyndir um samsettningar og nýjum leiðum að nota fötin mín. Ég verð þó að viðurkenna að mér finnst sérstaklega gaman að skoða hvernig leikkonur klæða sig, bæði hversdagslega og á verðlaunaafhendingum. Sérstaklega finnst mér gaman að skoða fatasmekk klassísku leikkonunnar. Það er svo gaman að skoða tímalausa tísku. Mín uppáhalds er Audrey Hepburn. Ég hef alltaf haft gaman af bíómyndunum sem hún lék í og auðvitað líka horfa á hvernig hún klæddi sig í þeim. Svo var hún líka alveg ótrúlega flottur brautryðjandi og ferðaðist um alla heim sem fulltrúi unicef.
Ég rakst á þessa skemmtilegu grein um fatasmekkinn hennar, fyrir þá sem hafa áhuga.
Sunday, May 25, 2014
....there's a seson, turn turn.
![]() |
| Mynd af facabook |
undanfarið ár hef ég ekki haft mig í að skrifa. Það hefur ekki verið af því mig langði ekki til þess heldur hef ég bara ekki fundið mig í því að skrifa.
Í hvert sinn sem ég hef sest niður við tölvuna til er eins og eitthvað stoppi mig. Í huganum eru fullt af hugmyndum en samt gerist ekki neitt.
Ég hef því verið lengi að hugsa hver tilgangurinn með því að vinna þetta blogg sé og hvort það sé þess virði að halda árfam. Ég skoða reglulega fullt af skemmtilegum lífstílsbloggum og finnst heillandi að fá innsýn inn í það sem aðrir eru að gera. Það gefur mér nýja sýn á mitt eigið líf og hvað mig langar til þess að fá út úr því.
Um daginn las ég áhugaverða færslu á einu bloggi þar sem hugmyndir um lífið og tilgang þess var umfjöllunarefnið. Höfundurinn var að ræða um það hvers vegna við hefðum alltaf þörf fyrir að útskýra og réttlæta allar skoðanir okkar, hvort það væri ekki stundum nóg að vera sátur við sjálfan sig því við værum jú að lifa fyrir okkur sjálf en ekki aðra. Eitt sem ég tók frá þessari færslu var að oft er nóg að vera réttlátur við sjálfa sig, lifa í núinu og vera besta útgáfan af sjálfum sér á hverjum tíma.
Upphaflega var þetta blogg hugsað sem leið fyrir mig til að halda utan um það sem heillar mig og setja hversdagsleikan í aðra mynd. Því er engin ástæða til að hætta, heldur gefa sér tíma til að finna taktinn og gefa meira í þetta.
Subscribe to:
Comments (Atom)

