Friday, April 26, 2013

Föstudagur.



Jæja föstudagur, ég er að klára prófin.  Á sunnudag ætla ég svo bara njóta mín.

Ég segi bara njótið og nýtið tímann til að gera hluti sem gleðja.

Saturday, April 20, 2013

Sætir sigrar!


Hefur þú heyrt um hugtakið að fara út fyrir þægindahriginn? Það sem er átt við er að gera eitthvað sem þú ert ekki vanur að gera og þú veist ekki alveg hver útkoman verður. Þannig ert þú að gera eitthvað sem þér finnst ekki endilega þæginlegt. En á móti kemur að í hvert skipti sem þú ferð út fyrir þægindahringinn lærir þú eitthvað nýtt, vex sem einstaklingur og styrkist. Stundum þarf að líða smá tími og þú þarft tími til að vinna úr reynslunni. En í lokinn verður þú reynslunni ríkari.

Jim Rohn lífspekingur orðaði það svona: ,,It's either the pain of doing or the pain of regret"

Síðustu daga hefur mér á einhvern hátt góðfúslega verið örlítið ýtt út fyrir þægindahringinn. Á þann hátt að ég neyðist til að hofa á sjálfa mig, taka ákvörðun og fara svo að framkvæma. En samt sem áður finnst mér ég ekki alveg hafa styrkinn. Ég reyni að selja sjálfri mér að það sé betra að bara sleppa þessu og velja ,,þæginlegu leiðina"

En svo í hvert skipti sem ég tek af skarið og framkvæmi þá verð ég enn sannfærðari um að ég sé á réttri braut. Svo nú er bara ekki að missa sjónar af markmiðinu og tilfinninguna að vera sigurvegari í eigin hjarta.

Tuesday, April 16, 2013

Allt að gerast!



Já bráðum kemur betri tíð með blóm í haga. 

Skólinn að klárast, sumarið að koma, sólinn skín og ég hlakka mikið til. Ég er svo lánssöm að minn heitt elskaði tók sig til að málaði stofuna og eldhúsið í síðustu viku. Fallegir litir prýða því veggina og ég brosi breytt í hvert skipti sem ég kíkji inn í eldhús eða sit í sófanum í stofunni. Nú er bara að klára að standsetja og gera fínt. Set inn myndir við betra tækifæri.

Hlakka mikið til að klára skólann (í bili) og takast á við ný verkefni í sumaryl.

Thursday, April 4, 2013

Páskar!

                                                   Annar í páskum dinner: egg, hamborgi, agúrka,
                                                               paprika tómatur og kál.


 Páskahelginn leið eins elding........ eins og þessi vika. Það er nóg að gera. Skólabækur, Crossfit, góður matur og kósýheit. Í staðin fyrir að hafa allt of mörg orð um þetta þá eru hér nokkrar vel valdar myndir sem lýsa helginni vel. 

                                                    Skólabækur....... hefði alveg mátt vera öflugri.

                                                    Te, vatn og kasjúhnetur..... með náminu ;)
 
                                                                  Mojitokvöld
 
                                                    Sheik í flottum bolla/glasi og vatn með alo vera safa.
 
                                           Beikonvafður meatloaf............ guilty pleasure! 
 
                                           Vatn með myntu, lime og engifer, mjög frískandi.
 
                                                   Rifanaði illa í lófanum á æfingu....það var vont!

                                                    Hádegissnakkið mitt: Te og mealbar :) 
 
                                          Kvöldmaturinn í gær: rucola salta tómatar, avacado, egg og beikon. 
                                                    (þetta var eftir æfingu þréttlæti beikonið!)

Svona hafa síðustu dagar verið og næstu vikur! Ég er samt staðráðin í að gera það besta framm að prófum og ekki gleyma mér í stressi, maður verður að njóta augnabliksins.