Hefur þú heyrt um hugtakið að fara út fyrir þægindahriginn? Það sem er átt við er að gera eitthvað sem þú ert ekki vanur að gera og þú veist ekki alveg hver útkoman verður. Þannig ert þú að gera eitthvað sem þér finnst ekki endilega þæginlegt. En á móti kemur að í hvert skipti sem þú ferð út fyrir þægindahringinn lærir þú eitthvað nýtt, vex sem einstaklingur og styrkist. Stundum þarf að líða smá tími og þú þarft tími til að vinna úr reynslunni. En í lokinn verður þú reynslunni ríkari.
Jim Rohn lífspekingur orðaði það svona: ,,It's either the pain of doing or the pain of regret"
Síðustu daga hefur mér á einhvern hátt góðfúslega verið örlítið ýtt út fyrir þægindahringinn. Á þann hátt að ég neyðist til að hofa á sjálfa mig, taka ákvörðun og fara svo að framkvæma. En samt sem áður finnst mér ég ekki alveg hafa styrkinn. Ég reyni að selja sjálfri mér að það sé betra að bara sleppa þessu og velja ,,þæginlegu leiðina"
En svo í hvert skipti sem ég tek af skarið og framkvæmi þá verð ég enn sannfærðari um að ég sé á réttri braut. Svo nú er bara ekki að missa sjónar af markmiðinu og tilfinninguna að vera sigurvegari í eigin hjarta.