Ég er alltaf jafn furðulostin hvað sumarið líður hratt. Júlímánuður sem er aðal sumarmánuðurinn næstum á enda og þar með sumarfríið mitt. Þó svo að sólin hafi lítið látið sjá sig í þessu sumarfríi hefur mér samt sem áður tekist að njóta þess og finna fyrir sönnum sumaranda. Ég er nú samt sem áður að vonast til að fá að sjá aðeins meira í bláan himininn, svona í sumarlok. Ég er orðin aðeins of mikill innipúki í þessu rigningargráma.
En á meðan lífga ég bara upp á tilveruna með fallegum, safaríkum salötum og skemmtilegri tónslist.
Já nú er komin Júlí og þó svo að það rigni eins og helt væri úr fötu þá er ég full tilhlökkunar. Ég full tilhlökkunar og er alveg að verða tilbúin með lista yfir það sem mig langar að gera næstu tvo sumarmánuði.
En hérna eru nokkrar myndir frá Júní.
Það var 15 ára afmæli Herbalife á Íslandi
Ég og vinkona mín fórum á geggjaða útiæfinug.
Svo var æðislegur Lífstíldagur
Fór í afmæli til vinkonu minnar sem var hippaþema.