Monday, December 16, 2013

Thunder Roard!


Ég hef ekki getað haldið utan um dagana undanfarið þeir líða allt of hratt. Þegar maður tekur ákvörðun um að vera í námi, vinnu, crossfit og bara almennt að eiga sér líf, endar eitthvað með að sitja á hakanum. Ég finn að ég er ekki alveg sátt við það. En hey! Svo lengi lærir sem lifir. Ég tók þessari áskorun og nú er bara að halla sér aftur anda léttar og endurhugsa stöðuna.

Kvöld lestur, te, döðlur og kertaljós.

Núna er desember vel hálfnaður, ég að byrja að huga að gjöfum og jólastússi. Ég hlakka alveg mikið til að njóta jóladaganna. Ég hlakka til að fara inn í þennan tíma, gera upp þetta ár og setja mér ný markmið fyrir það næsta. Ég er staðráðin í að gera eitthvað skemmtilegt við þetta blogg. Finn mig langar til þess, gera eitthvað skemmtilegt úr því. Svo er fleiri hlutir sem ég ætla mér að setja meiri fókus á. Stundum er nauðsynlegt að taka eitt skref aftur til að geta svo tekið stórt stökk áfram. Ég ætla mér að taka stórt stökk inn í 2014. 

Já svo endaði þetta stundum með Snikersi, úff!

En hvað með það. Næstu dagar fara í að undirbúa jólin. Svo er það bara einn tveir og.......