Monday, December 31, 2012

Nýtt ár.


Nú er nýtt ár að koma. Fyrir mér er þetta góður tími til að fara yfir árið, skoða hvað ég er sátt við, hvað betur hefði mátt fara og auðvitað hvað mig langar að áorka á næsta ári.

En ég gleymi ekki öllu því sem ég get verið þakklát fyrir. Öll sú gæfa sem fylgir mér og allt hið skemmtilega sem ég hef upplifað árið 2012. Ég hef náð að yfirstíga nokkrar hindranir og byrjaði að taka skref í átt að nýjum markmiðum sem hafa þroskað mig og gefið mér byr undir báða vængi.

Næstu daga tekur svo við mjög skemmtilegt tímabil í mínum huga, þar sem ég set mér markmið fyrir næsta ár.



(mynd fengin frá google.com)

Friday, December 21, 2012

Jólafrí

Byrjar jólafríið að setja á sig jólanaglakk og skella sér í hitting með yndislegum vinkonum.


Þó að ég sé ekki búin að klára að kaupa allar jólagjafir, taka til o.s.frv er ég staðráðin í að njóta þess að vera innan um gott fólk og hafa það gaman. Það er nú heldur ekki svo mikið eftir. 

Jólin koma þó að allt sé ekki flott og fullkomið, listin er að njóta þess þrátt fyrir það.

Wednesday, December 19, 2012

Strigaskór!

Ég fékk nýja þráhyggju í sumar: strigaskór! Og eg er ennþá með þessa þráhyggju, þrátt fyrir kólnandi veður og rigningu. Ég hef alltaf verið ein af þeim sem læt stílinn minn stjónrast af árstíðum. Þannig hef ég aldrei klætt mig í létta jakka, seint á haustin, ég er fljót að tína til þykkar peysur og fína dúnúlpan mín er fyrir löngu komin fram úr skápnum, tilbúin að standa sína plikt.

Það eina sem er öðruvísi en vanalega er að ég vel ennþá stigaskóna fram yfir annann skófatanað. Það er eitthvað svo sjarmerandi við að vera í sætum, vel notðum stigaskóm. Hvort sem það er við dúnúlpu eða fínan kjól. Ég á nú samt sem áður ekki von á að þessi þráhyggja verði ráðandi fram á vetur en það verður spenandi að sjá hversu lengi hún verður, kanski bara þangað til ég finn mér nýja (og e.t.v. skynsamlegri) skóþráhyggju.

Sunday, December 16, 2012

Jólin nálgast.

Stemmningin er alveg dásamleg, bara nokkrar jólagjafir eftir, nokkur jólakort verða föndruð handa yndilsegum vinkonum. Fallega rautt og sannserað jólanaglalakk keypt og prufað. Jólakerti, jólaskraut, jólamarengs (sem þó er ögn mislukkaður, en þó ætur).

Nú er bara að njóta lokaundirbúnings, pakka inn gjöfum, finna sér jóladress, fara niður laugarvegin í jólagleði..... 

Ég er alveg farin að kunna að meta þennan árstíma.


(ps ég lofa að vera duglegri að skrifa)