Nú er nýtt ár að koma. Fyrir mér er þetta góður tími til að fara yfir árið, skoða hvað ég er sátt við, hvað betur hefði mátt fara og auðvitað hvað mig langar að áorka á næsta ári.
En ég gleymi ekki öllu því sem ég get verið þakklát fyrir. Öll sú gæfa sem fylgir mér og allt hið skemmtilega sem ég hef upplifað árið 2012. Ég hef náð að yfirstíga nokkrar hindranir og byrjaði að taka skref í átt að nýjum markmiðum sem hafa þroskað mig og gefið mér byr undir báða vængi.
Næstu daga tekur svo við mjög skemmtilegt tímabil í mínum huga, þar sem ég set mér markmið fyrir næsta ár.
Næstu daga tekur svo við mjög skemmtilegt tímabil í mínum huga, þar sem ég set mér markmið fyrir næsta ár.
(mynd fengin frá google.com)

