Monday, July 28, 2014

Sumarfrí

Vatnsmelóna, gúrka, rauðlaukur og mynta.
Ég er alltaf jafn furðulostin hvað sumarið líður hratt. Júlímánuður sem er aðal sumarmánuðurinn næstum á enda og þar með sumarfríið mitt. Þó svo að sólin hafi lítið látið sjá sig í þessu sumarfríi hefur mér samt sem áður tekist að njóta þess og finna fyrir sönnum sumaranda. Ég er nú samt sem áður að vonast til að fá að sjá aðeins meira í bláan himininn, svona í sumarlok. Ég er orðin aðeins of mikill innipúki í þessu rigningargráma.

En á meðan lífga ég bara upp á tilveruna með fallegum, safaríkum salötum og skemmtilegri tónslist.


No comments:

Post a Comment