Undanfarið hef ég allt of mikið verið að einblína á það sem betur mætti fara í lífnu. Ég hef eitt miklum tíma í að bera mig saman við aðra og horfa á það sem ég hef ekki áorkað. En þó svo að gott sé inn á milli að líta gagrýnum augum á sjálfan sig má það ekki vera þannig að það dragi mann niður.
,,Lífið snýst um að njóta þess sem maður hefur meðan maður vinnur að því sem mann langar í." sagði einn mjög þekktur lífsspekingur.
En stundum er það bara allt of erfitt og ég sit föst í neikvæðum hugsunum sem draga mig bara niður.
Ég fékk mjög góðar ráðleggingar um daginn þegar ég var komin á þann stað að þessar niðurrifshugsanir þrengdu að mér á þann hátt að ég var við það að springa: Lifa bara mínútu fyrir mínútu, dag fyrir dag, viku fyrir viku. Hætta að horfa á heildina heldur horfa bara á núið.
Þó að ég sé auðvitað með markmið og plön. Þá snýst þetta ekki svo mikið um heildarmyndina heldur meira hvernig manni líður akkúrat í dag. Stundum er gott að lifa bara fyrir augnablikið.

No comments:
Post a Comment