Stemmningin er alveg dásamleg, bara nokkrar jólagjafir eftir, nokkur jólakort verða föndruð handa yndilsegum vinkonum. Fallega rautt og sannserað jólanaglalakk keypt og prufað. Jólakerti, jólaskraut, jólamarengs (sem þó er ögn mislukkaður, en þó ætur).
Nú er bara að njóta lokaundirbúnings, pakka inn gjöfum, finna sér jóladress, fara niður laugarvegin í jólagleði.....
Ég er alveg farin að kunna að meta þennan árstíma.
(ps ég lofa að vera duglegri að skrifa)
No comments:
Post a Comment