Wednesday, December 19, 2012

Strigaskór!

Ég fékk nýja þráhyggju í sumar: strigaskór! Og eg er ennþá með þessa þráhyggju, þrátt fyrir kólnandi veður og rigningu. Ég hef alltaf verið ein af þeim sem læt stílinn minn stjónrast af árstíðum. Þannig hef ég aldrei klætt mig í létta jakka, seint á haustin, ég er fljót að tína til þykkar peysur og fína dúnúlpan mín er fyrir löngu komin fram úr skápnum, tilbúin að standa sína plikt.

Það eina sem er öðruvísi en vanalega er að ég vel ennþá stigaskóna fram yfir annann skófatanað. Það er eitthvað svo sjarmerandi við að vera í sætum, vel notðum stigaskóm. Hvort sem það er við dúnúlpu eða fínan kjól. Ég á nú samt sem áður ekki von á að þessi þráhyggja verði ráðandi fram á vetur en það verður spenandi að sjá hversu lengi hún verður, kanski bara þangað til ég finn mér nýja (og e.t.v. skynsamlegri) skóþráhyggju.

No comments:

Post a Comment