Suma daga veit ég bara ekki hvað snýr upp og hvað niður. Það er eins og ég klúðir bara öllu. Þá vildi ég bara óska að ég hefði sleppt því að fara á fætur í morgunn og gæti bara spólað yfir daginn. En sem betur fer er það ekki hægt þá myndum við missa af svo mörgu. Oft eru það svona dagar sem kenna manni að gera það besta úr því sem komið er og læra að takast á við þau verkefni sem bíða manns.
Svo er líka gott að finna litla hluti til að njóta. Gera eitthvað sem gleður og gæta þess að hafa fallegt í kringum sig.
Hér er lítill lagstúfur sem á mjög vel við á svona dögum.
Góður morgunte í ævintýralega fallegum bolla og vatn með alo vera safa í fallegum glasi getur hjálpað til við að koma deginum af stað.
Yndislegur satay kjúklingur frá Gló í kvöldmat getur grætt sálina.
....og auðvitað þarf líka að vera döðlu-kókoskúla í eftirrétt.



No comments:
Post a Comment