Það er svo undarlegt hvernig tíminn líður núna. Mér finnst eins og hann líði hratt en samt ekki. Veit ekki alveg hvernig hægt er að lýsa því, frekar ruglandi.
Febrúar er hálfnaður og vikan sem var að líða er að mínu mati alltaf frekar skemmtileg vika.
Byrjar á bolludegi.
Svo kemur sprengidagur með saltkjöti og baunum. Sorry á ekki mynd af því.
Endar svo á öskudegi, þemað var náttföt hjá mér í vinnunni sem er sko frekar notalegt.
Svo er bara að vona að næsta vika gefi af sér gleði og glaum. Ætli það sé nú ekki bara í mínum höndum að hafa hana skemmtilega. Hér er gott lag inn í vikuna.
Eigið þið góða viku.


No comments:
Post a Comment