Síðasta sunnudag herjaði á mig ein alsherjar kvefpest. Allar væntingar og vonir um dásamlegar stundir frelsis og dásemdar án skólabóka flugu út um gluggann. Lífð allt í einu snérist um að þrauka dagana og ná sér. Heil vika hefur liðið og það er núna fyrst sem að ég hef einhverja rænu til að gera eitthvað.
Ég hef hins vegar sökt mér inn í þetta og ég er pínu skömmustulega að segja að ég er að verða búin með þrjár fyrstu seríurnar. Núna er ég algörlega komin inn í allt dramað og ræð bara ekkert við mig.
Svo að ég fékk mér bara möffins og hélt áfram að gráta með ræfils fólkinu í þessum þáttum.
Ég hlakka til að ná mér er að fá hugmyndir að nýjum þáttum til að gera hérna á þessu bloggi sem ég vona að verði skemmtilegir.

No comments:
Post a Comment