Monday, January 21, 2013

Undanfarna daga.......

Janúar fer af stað á fullri ferð, áður en maður veit af er hann bara hálfnaður og gott betur!

Undanfarið hefur verið nóg að gera og gott betur. Ég er að koma mér inn í nýja rútinu og setja mér markmið. En svo gleymir maður bara að stoppa til að anda og njóta augnabliksins. Ég finn mikla löngun til að takast á við nýja hluti. Svo að núna gef ég mér góðan tíma til að setjast niður með dagbók og leyfa mér að dreyma. Draumar eru svo góð leið til að sjá fyrir mér hvað ég vil fá úr lífinu.

 

Ég er líka að fara af stað í skólanum og finn mikla tilhlökkun en samt smá kvíða.


En hvað er þá annað í stöðunni en að stökkva bara út í djúpu laugina, ég er nú alveg flugsynd. :)

No comments:

Post a Comment