Monday, June 24, 2013

Summer Love




Ég les blogg hjá stelpu sem setur sér alltaf 10 hluti sem hún ætlar að gera yfir sumarið. Mér finnst þetta mjög góð hugmynd. Sumarið líður allt of hratt hérna á Íslandi, sérstaklega þegar það er svona rigningardrungi yfir öllu í marga daga. Ég er bara allt of gjörn að setja mér allt of mörg markmið þannig að það verður ekkert úr þeim. Svo hérna kemur litill einfaldur listi yfir hluti sem mig langar að afreka í sumar.

1. Klæðast meira af litum
2. Fara í hjólatúra. (Taka hjólið í strædó og hjóla í öðrum bæjarfélögum)
3. Sauma og föndra eitthvað flott. (DIY er það kallað á ensku)
4. Fara á tónleika.
5. Taka til í skápum heimilisins.
6. Borða ávexti.
7. Sitja úti á svölum.
8. Fá vinkonur í heimsókn.
9. Kaupa mér blóm.
10. Lesa góða bók.
11. Horfa á gamlar bíómyndir
12. Eyða tíma með elskunni minni.


No comments:

Post a Comment