Sunday, June 2, 2013

Lífið er núna!


 (Ég er komin með dagbók fyrir sumarið)

Undanfarið hef ég verið að kljást við hluti sem ég á erfitt með að sætta mig við. Stundum er eins og völdin séu tekin af manni og lífið bara flæðir áfram eins og straumur í vatni.

Ég hef verið frekar ráðalaus í öllu þessu og ekki alveg getað sett hugan við það sem ég ætlaði mér að gera.

En eins og oft er sagt eigum við ekkert annað en núið svo það er eins gott að nýta  það. Sjá fegurðina í kringum sig, gefa sér góðan tíma með þeim sem manni þykir vænst um og njóta þess sem færir manni gleði.

No comments:

Post a Comment