Í kvöld fór ég í brjálæðislega ruglaða smáralindsferð (opið til miðnættis, fullt af skemmtiatriðum og tilboðum) þar sem ég var að kaupa tvær gjafir...... sem var reyndar mjög gaman þegar ég hætti að vera ringluð yfir öllu fólkinu og setti fókusinn á það sem ég var að gera. Þegar ég kom heim var ég orðin alveg orkulaus og glorsoltin, sem betur fer átti ég tilbúið salat inn í ísskáp. Svo er ekkiúr vegi að toppa þetta með smá súkkulaði og fersku sítrónuvatni. Það er bara allra meina bót.
Mér finnst alltaf frekar gaman að kaupa gjafir. Sérstaklega eftir því sem ég eldist og er búin að læra að hversu gaman það er að hugsa svolítið út í gjöfina og hafa eitthvert þema. Það gefur henni svolítið meiri sjarma og þarf ekki að kosta mikið. Það er t.d hægt að kaupa fallega salatskál og svo efni til að búa til gott salat, eða ostabakka og láta osta fylgja með.

No comments:
Post a Comment