Ég vildi óska þess að þetta væri alvöru meikover. En alveg síðan ég kláraði prófin hefur littla skrifstofa mín bara verið ruslakompa. Allt frá þvotti til tómra pappakassa hefur verið hent þangað inn. En um helgina tók ég mig á og gekk frá þvotti, fór á sorpu. Mig hefur svo lengi langað til að gera þetta litla herbergi þannig að ég fái innblástur þegar ég sit við skrifborðið mitt og rýmið gefi af sér. Ég er með als konar myndir og hugmyndir, svo ég gaf mér tima til að gera meira en bara að taka til. Ég er ekki alveg búin en alla vega byrjuð. Það er ótrúlegt hvað svona litlir hlutir í umhverfinu geta gert fyrir mann. Það er í raun allt önnur tilfinning að setjast niður og vinna.
Ég tók þá ákvörðun að taka ekki fyrir mynd en set hér inn eina mynd af skrifborðinu eftir tiltekt. Set svo fleiri myndir seinna meir þegar ég er búin.

No comments:
Post a Comment