Thursday, June 20, 2013

Something Colorful

Undanfarið hefur mér verið mikið bent á að ég eigi að klæðast meira af litum. Svo ég fór að horfa í kring um mig, bæði á heimilið mitt og í fataskápinn minn, og sá að það er ekki svo mikið af litum. Þannig setti ég mér það markmið að setja meiri lit í lífið mitt.

Á mínum yngri árum átti ég ekki erfitt með þetta, en eftir því sem ég hef elst finn ég að ég vel oft milda eða liti. Svo núna tek ég þetta millivegin, jafna mildu  og dökku litina út með því að setja eitthvað smá meiri litagleði.

Og svo til að halda mér við efnið, bjó ég til smá innblástur á Pinterest. Sem ég er alltaf að uppgvötva betur og betur hvað er mikil snilld.

No comments:

Post a Comment