Loksins kom sólin og góða veðrið í höfuðborgina. Ég var svo heppin að yndisleg vinkona mín bauð mér í kaffiboð í Hellisgerði í dag. Hún er alveg ótrúlega skemmtileg og uppátektarsöm, stund sem góðri vinkou hressir alltaf upp á sálina.
Hvað varðar lífið og tilveruna er ég aðeins á eftir í blogg planinu. Þessi sól sem fór að skína í dag setti mig alveg út af laginu, öll vinnuplön fuku út um gluggann og ég hljóp bara úr í góða veðrið. Er það nokkuð skrítið? Ég setti mér samt það loforð að vera afkastamikill þessa viku, einfaldlega af því að þá er ég almennt ánægðari með sjálfa mig. Hvað varðar framhaldssögunna hef ég ekki haft eirð í mér til að setjast niður og klára hana. En er kominn af stað og set inn seinni hlutann um þessa helgi. Svo nú er bara að nota kraftinn frá sólinni og taka vikuna með trompi.
Njótið og nýtið!


No comments:
Post a Comment