Tuesday, July 9, 2013

Litagleði og Gerðu-það-sjálf.


Ég setti á listann minn yfir hluti sem mig langar að gera í sumar að vera meira í litum og að mig langaði að búa til hluti. Svona DIY eða do-it-yourselve. Á netinu eru als kyns vefsíður og blogg með fullt af mjög einföldum og skemmtilegum hugmyndum sem er auðvelt að framkvæma. Og þegar ég sá þessa hugmynd sá ég framm á að ég gæti slegið tvær flugur í einu höggi. Þarna var kominn leið fyrir mig til að fá meiri liti á mig og búa eitthvað skemmtilegt til sjálf. Svo þegar ég skellti mér í Söstrene Grene til að kaupa trékúlur og málningu sá ég að það var hægt að kaupa pakka af plastkúlum í als konar litum. Svo þetta varð næstum því of auðlvelt.






No comments:

Post a Comment