Ég hef alltaf haft mjög gaman af útihlaupi. Í nokkur ár var það mín eina líkamsrækt. Það er eitthvað svo æðislegt við að fara út í ferska loftið með góða tónlist, taka inn umhverfið og hlaupa. Eftir að ég fór að æfa Crossfit hef ég ekki hlaupið alveg eins mikið en mér finnst þó gaman að fara inn á milli í sunnudags skokk um hverfið.
Í ár er vinkona mín búin að koma mér í stuð til að hlaupa 1/2 maraþon (ég by the way hef ekki hlaupið svona vegalengdir síðan 2008). Held það verði bara gaman, hlakka sérstaklega til að hafa gaman af þessu öllu með vinkonu minni.
No comments:
Post a Comment