![]() |
| Tuesdays with Morrie. e. Mitch Alblom, Síðasti fyrirlesturinn. e. Randy Paulch, Vígdís. e. Pál Valsson |
Í augnablikinu liggja þrjár bækur á náttborðinu. Tvær þeirra eru þó bækur sem ég les reglulega. Svo gríp ég í ævisögu Vígdísar Grímsdóttur. Mér finnst alltaf svo gaman að lesa góðar ævisögur, maður lærir alltaf eitthvað af reynlsu annarra.
Hinar bækurnar báðar eru í raun líka ævisögur en á allt annann hátt. Þær eru meira um lífssýn og veita mér innblástur í að takast á við drauma og þrár. Báðar bækurnar fjalla um háskólaprófessora sem eru að kljást við bannvæna sjúkdóma. Þetta eru í raun loka fyrirlestrarnir þeirra. Þó fjallar bækurnar ekki um dauðan heldur eru meira óður til lífsins og hvetja fólk til að vera besta útgáfan af sjálfum sér. Báðar þessar bækur hafa veitt mér innblástur. Þess vegna les ég þær reglulega, svona til að minna mig á hvað lífið hefur uppá að bjóða ef maður bara nennir að teygja sig eftir því.

No comments:
Post a Comment