Saturday, August 23, 2014
Reykjarvíkurmaraþon 2014
Mér hefur alltaf þótt mjög gaman að hreyfa mig og vera virk í ólíkum áhugamálum. En það var ekki fyrr en á fullorðinsárum sem ég áttaði mig á því hversu mikilvægt það er fyrir mig að fá útrás í gegnum hreyfingu. Síðan þá hef ég prufað mig áfram í als kyns hreyfingu og fundið út að Crossfit og hlaup er eitthvað sem heillar mig mest. Crossfit er orðið að einskonar þráhyggju hjá mér, svo ég hef sett mér það markmið að fara að prufa aftur fleiri tegundir af íþróttum. Því það er alltaf gott að prufa nýja hluti og öðlast meiri reynslu.
Í ár var ég ákveðin í að fara ekki á hálf maraþon, ég hef hlaupið það tvisvar áður. Ég fór í fyrra og fann að ég var ekki spennt að fara aftur. En þegar vika var í hlaupið fékk ég áskorun frá vinkonu minni að fara með henni 21km. Það þurfti ekki langan tíma til að tala mig til. Svo í dag kláraði ég hálfmaraþon óundirbúin og finnst það í raun mesta afrekið mitt. Ég er líka einstaklega ánægð með málstaði sem við styrktum. Það við söfnuðum áheitum fyrir Ljónshjarta sem eru samtök ungs fólks sem misst hefur makas sinn og börn sem misst hafa foreldri sitt. Þetta eru alveg ný samtök sem eru að stíga sín fyrstu skref og því verðugt að hlaupa fyrir svona málefni.
Þvílíkt skemmtilegur morgun með frábærri vinkonu. Getur maður beðið um annað? Nei ég held ekki.


No comments:
Post a Comment