Monday, August 25, 2014

Mánudags gleði.



Ég átti alveg hreint frábæra helgi. Tókst á við áskorun og lærði heil margt um sjálfa mig. Það er gott þegar gefast tækifæri til að sjá hluti og sjálfa sig í nýju ljósi. Nú er bara að taka þessa viku föstum tökum og nýta hana eins vel og hægt er. Vikan er pökkuð af als kyns verkefnum og ég er spennt að takast á við þau.

Eitt af því sem ég setti mér sem markmið á þessu hausti er að hafa sunnudags síðdegin til afslöppunar heima hjá mér. Mér hefur alltaf þótt tilhugsunin við kósý sunnudaga þar sem að engin verkefni bíða, heimilið fallegt og hægt sé að sitja í sófanum með te og lesa góða bók svo notaleg. Svona stund með sjálfum sér sem hægt er að hlakka til.

Í gær hins vegar fór Danni á fullt við að taka til og endurraða í geymslunni, setja upp ljós og nostra við heimilið. Ég ákvað að nýta mér þessa orku sem hann gaf af sér. Þannig náði ég loksins að klára eitthvað sem setið hefur á hakanum í langan tíma sem var að taka til og endurraða fataskápinn.  Þvílikur munur að vakna á morgnanna og finna sér föt. 



En þá er bara að halda af stað út í vikuna. 


No comments:

Post a Comment