Monday, August 4, 2014

Versló.


 Ég er ein af þessum sem elska að vera heima yfir verslunarmannahelgina. Þó það sé alltaf eitthvað um að vera þá er einhver svo notaleg kyrrð yfir öllu. Mér finnst frekar fyndið að segja frá því en þá virðist ég vera komin í rútínu að blogga bara einu sinni í mánuði. Það er eins og tíminn bara líði áfram án þess að ég átti mig á því fyrr en um mánaðmót.

 Undanfarið hef ég örlítið verið að ,,ströggla" með sjálfa mig og eiginlega bara upplifað mig ,,uninspired" í því sem ég er að gera. Ég er ekki endilega að meina að ég sé óánægð, það er nóg að gera og alltaf fullt af gamani í lífinu. Þetta snýst meira um óvissu með ákvarðanir. En svo rakst ég á þennann póst hjá konu sem er 44 ára og heimsmeistari í Crossfit í sínum aldursflokki og algjör töffari:

"Today may there be peace within. May you trust that you are exactly where you are meant to be. May you not forget the infinite possibilities
that are born in yourself and others. May you use the gifts that you have received and pass on the love that has been given to you. May you be content with yourself just the way you are. Let this knowledge settle into your bones, and allow your soul the freedom to sing, dance, praise and love.

It is there for each and every one of us."

Hann gaf mér einhverja fullvissu um að það eina sem skiptir máli er bara að ekki að stoppa að lifa og  prufa sig áfram í lífinu. Finna hvað hentar hverju sinni og ekki vera hrædd við breytingar í sjálfum sér og umhverfinu.

Á þessum nótum segjum við bless elsku Júlí uppáhalds sumarmánuðirinn minn og halló Ágúst.







No comments:

Post a Comment