Tuesday, May 27, 2014
Audrey Hepburn.
Ég tel mig vera fatafrík, þó ekki endilega í þeim skilningi að ég hafi þörf fyrir að kaupa mér mikið af nýju. Þó ég hafi mikla ánægju af því að kaupa mér föt, setja saman dress og prufa mig áfram með það sem mér finnst flott.
Ég hef alltaf haft mikin áhuga á fólki, sérsetaklega að skoða hvernig það klæðir sig og ber fötin sem það velur sér. Þá fæ ég oft hugmyndir um samsettningar og nýjum leiðum að nota fötin mín. Ég verð þó að viðurkenna að mér finnst sérstaklega gaman að skoða hvernig leikkonur klæða sig, bæði hversdagslega og á verðlaunaafhendingum. Sérstaklega finnst mér gaman að skoða fatasmekk klassísku leikkonunnar. Það er svo gaman að skoða tímalausa tísku. Mín uppáhalds er Audrey Hepburn. Ég hef alltaf haft gaman af bíómyndunum sem hún lék í og auðvitað líka horfa á hvernig hún klæddi sig í þeim. Svo var hún líka alveg ótrúlega flottur brautryðjandi og ferðaðist um alla heim sem fulltrúi unicef.
Ég rakst á þessa skemmtilegu grein um fatasmekkinn hennar, fyrir þá sem hafa áhuga.

No comments:
Post a Comment