Sunday, September 15, 2013

Reality Check!

Undanfarna daga og vikur hefur raunveruleikinn svolítið verið að stimpla sig inn. Öll þau verkefni sem ég hef tekið mér fyrir hendur í vetur eru að komast af stað og ég hef verið að finna taktinn í öllu. Hlutirnir eru svolítið ógnvekjandi, samt spennandi og ekki alveg orðnir eins krefjandi og þeir koma til með að vera. 

Ég hef ekki verið dugleg að forgangsraða, mér finnst allt jafn mikilvægt og spennandi. Það getur komið mér um koll seinna meir ég veit það. En þá tekst maður bara á við það. Einhvern veginn er ég svo hrædd við að hellast úr lestinni ef ég set eitthvað eitt í forgang. 

Einu sinni heyrði ég þessa setningu ,,Ef þú ert ekki að vaxa þá ertu að visna." Gæti verið mikið til í því, allt sem við lærum þroskar okkur og allar áskoranir í lífinu kenna okkur eitthvað. 

 

No comments:

Post a Comment