Friday, September 27, 2013

Að liggja með tærnar upp í loft........

......er ekki valkostur á næstu vikum. Það verður sko í nógu að snúast. Ég finn í fyrsta skipti í langan tíma finnst mér það spennandi. Held ég sé farin að skilja þetta með að senda út í alheiminn það sem manni langar til og vinna svo að því. Það er augljóst að maður uppsker alltaf, þó það sé ekki endilega það sem lagt var upp með í byrjun. 


Ég ætla alla vega að takast á við þetta ferðalag og læra eins mikið af því og ég get.

Tuesday, September 17, 2013

Facial recogition.



Undanfarið hef ég fundið að húðin mín þarf enn meiri athygli en áður, og þá sérstaklega andlitið mitt. Léleg umhyrða og almennur slugsaskapur þegar kemur að þessum hlutum, eins og ekki nógu gott matarræði og ónóg vatnsdrykkja í sumar er að koma framm á húðinni. Ég er samt sem áður heppinn að vera með góðar vörur til að nota og hef fengið góða kennslu frá fagaðlinum. Svo nú er það bara að koma sér aftur í rútínu og passa vel upp á þetta. eftir 20 ár verð ég þakklát. Ha!

Sunday, September 15, 2013

Reality Check!

Undanfarna daga og vikur hefur raunveruleikinn svolítið verið að stimpla sig inn. Öll þau verkefni sem ég hef tekið mér fyrir hendur í vetur eru að komast af stað og ég hef verið að finna taktinn í öllu. Hlutirnir eru svolítið ógnvekjandi, samt spennandi og ekki alveg orðnir eins krefjandi og þeir koma til með að vera. 

Ég hef ekki verið dugleg að forgangsraða, mér finnst allt jafn mikilvægt og spennandi. Það getur komið mér um koll seinna meir ég veit það. En þá tekst maður bara á við það. Einhvern veginn er ég svo hrædd við að hellast úr lestinni ef ég set eitthvað eitt í forgang. 

Einu sinni heyrði ég þessa setningu ,,Ef þú ert ekki að vaxa þá ertu að visna." Gæti verið mikið til í því, allt sem við lærum þroskar okkur og allar áskoranir í lífinu kenna okkur eitthvað. 

 

Wednesday, September 4, 2013

Einfaldar ráðleggingar.







Undanfarnir daga hafa alveg farið með mig. Ég hef einhvern veginn snúist í margar hringi og efast um allar ákvarðanir mínar. Svo í dag sá ég þessi ráð á bloggi sem ég les reglulega. Fannst þau eitthvað svo viðeigandi. Þannig að ég er farin að hita mér te, daga djúpt andan og hafa trú á að allt muni hafa sinn gang.