Thursday, August 22, 2013

And it feels like sugar.........

Spenningur!
Lágvaxin kona á tónleikum. Nice
Ég og vinkona mín fórum á tónleika í gær. Það er þó nokkuð langt síðan ég fór síðast á tónleikga. Ég var alveg búin að gleyma hvað það er gaman að sjá og hlusta á ,,live" tónlist.

Ylja byrjaði að spila, ótrúlega falleg tónlist. Þar sem ég er frekar lágvaxin sá ég ekki mikið. En það skipti ekki málið, ég hlustaði bara. Við ákváðum svo að vera snillingar og setjast bara á gólfið beint fyrir framan sviðið. Þannig fengum við Hjaltalín beint í æð sem var eitt það magnaðasta sem ég hef upplifað lengi. Svo ég fór heim á gleðiskýi.




Hjaltalín.












No comments:

Post a Comment