Já bráðum kemur betri tíð með blóm í haga.
Skólinn að klárast, sumarið að koma, sólinn skín og ég hlakka mikið til. Ég er svo lánssöm að minn heitt elskaði tók sig til að málaði stofuna og eldhúsið í síðustu viku. Fallegir litir prýða því veggina og ég brosi breytt í hvert skipti sem ég kíkji inn í eldhús eða sit í sófanum í stofunni. Nú er bara að klára að standsetja og gera fínt. Set inn myndir við betra tækifæri.
Hlakka mikið til að klára skólann (í bili) og takast á við ný verkefni í sumaryl.
No comments:
Post a Comment